no image

Fylgja minningarsíðu

Gunnar Aðólf Guttormsson

Fylgja minningarsíðu

3. apríl 1929 - 7. mars 2023

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Aðólf Guttormsson, Litla-Bakka í Hróarstungu, andaðist á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 7. mars 2023.

Útför

18. mars 2023 - kl. 11:00

Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 18. mars kl. 11. Þeim sem vilja minnast hans er vísað á verkefnasjóð Lionsklúbbsins Múla, kt. 460678-0139, rn. 0305 26 017906.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Svandís Skúladóttir Ingibjörg Gunnarssdóttir og Óli Jón Hertervig Jóhann Guttormur Gunnarsson og Þorgerður Sigurðardóttir Skúli Björn Gunnarsson og Elísabet Þorsteinsdóttir og fjölskyldur

Náttúrubarnið faðir minn er farinn

Þennan morgun mætti ég hvítum ref á leið minni í Klaustur. Hann staðnæmdist skammt frá veginum. Ég stöðvaði bílinn og við horfðumst í augu um stund. Hann skokkaði aðeins fjær en sneri sér aftur við og horfði í áttina til mín, hvarf svo til fjalla. Um kvöldið hringdi mamma í mig og sagði að pabbi hefði skilið við.

Bæta við leslista

Minningarorð

Lífskúnstnerinn og náttúruunnandinn,

Bæta við leslista

Minningarorð um Gunnar frænda

Gunnar Aðólf Guttormsson, Gunnar frændi eins og ég vandist að kalla hann, er nú allur í hárri elli. Útförin verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag laugardaginn 18. mars.

Bæta við leslista

Kveðja til afa

Elsku afi okkar, þá ertu farinn frá okkur. Þetta tók þig ekki langan tíma enda erum við viss um að þú hefðir aldrei viljað vera lengi að þessu, þú vildir alltaf að þau verk sem verið var að gera gengju hratt fyrir sig. Þú varst alltaf yndislegur afi og við munum geyma allar dýrmætu minningarnar í hjarta okkar. Eins og þegar þú tókst okkur í ferðir á sexhjólinu í sveitinni og varst að sýna okkur landið, það var alltaf svo gaman. Þú varst alltaf svo stoltur af okkur og að spyrja hvernig gengi í lífinu, hvar við værum að vinna eða alfarið hvað við værum að gera. Við vorum alltaf svo stolt að segja frá því að þú værir afi okkar, þá sérstaklega Rúna, en hún vann lengi á Dyngju hjúkrunarheimili, flest allir sem þar bjuggu vissu hver Gunnar Gutt. væri. Á Dyngju fékk hún að heyra margar skemmtilegar sögur af þessum magnaða manni sem hafði margt gert á sinni löngu ævi. Við strákarnir allir höfðum gaman að því að spjalla við þig um alls konar veiðar og Gunnar Þór minnist með gleði hreindýraveiðanna og  grenjavinnslunnar með afa. Þín verður sárt saknað og við lofum þér því, afi okkar, að við og allir aðrir í fjölskyldunni munum passa uppá ömmu, sem var þér alltaf svo kær. Við vitum að þú fylgist með og vakir yfir okkur. Góða ferð í sumarlandið afi okkar, þar er fullt af fólki sem mun taka vel á móti þér.

Bæta við leslista

Kveðja til skyttu númer 1.

Þá hefur faðir minn Gunnar Gutt fengið hvíldina eftir langa og viðburðarríka ævi. Það er óneitanlega skrítið að geta ekki lengur heimsótt hann og rætt um okkar sameiginlegu áhugamál sem voru þó nokkur t.d. allt sem tengdist skotveiðum. Ég fór snemma með honum til rjúpnaveiða og seinna meir leiðsagði hann mér í nokkrum hreindýraveiðitúrum. Það var gaman að vera á veiðum með pabba, hann bar virðingu fyrir bráðinni og vildi að dauðastríðið tæki sem fyrst enda, náttúrubarn fram í fingurgóma. Þó hann væri búinn að bana margri tófunni um ævina sagði hann oft að seinustu tófuna myndi hann aldrei skjóta. Hann fylgdist líka með enska boltanum, sérstaklega liðinu sem hann vissi að ég hélt með, Liverpool. Það að horfa á allar íþróttir í sjónvarpi veitti honum mikla afþreyingu nú seinustu árin þegar starfsorkan þurfti að láta undan síga. Frá því að ég man eftir mér var ég að stússast í búskapnum með honum heima á Litla-Bakka við hin ýmsu sveitastörf. Hann var snillingur að raka heyinu í garða með okkar gömlu Bamford rakstrarvélum fyrir bindingu þó erfitt væri á mishæðóttum túnum með hólum og dældum.  Pabbi var natinn við skepnur og vildi að féð væri vel fóðrað, þó held ég að hann hefði alveg getað hugsað sér að gera eitthvað allt annað í lífinu en verða bóndi. Hann sagði stundum við mig að hann hefði langað til að verða læknir þegar hann var ungur. Pabbi átti tvö tímabil sem kennari, hið fyrra byrjaði með farskólakennslu í Hróarstungu og svo tók við skólastjórn í fyrsta heimavistarskólanum í Tungunni, á Stóra-Bakka. Hið seinna hófst er hann fór að kenna í skólanum sem hann sem oddviti tók þátt í að byggja, Brúarásskóla. Kenndi hann þar til sjötugs með búskapnum. Þar sem ég var orðinn starfandi kennari á þeim tíma ræddum við gjarnan um kennslu þegar ég kom til að aðstoða í sveitinni þá búandi í öðrum landshluta. Þeir nemendur hans á Brúarási sem ég þekki, bera honum vel söguna, segja að hann hafi verið skemmtilegur kennari en nokkuð strangur. Þó faðir minn lifði mörg sín seinustu ár á tölvuöld lærði hann ekki á tölvur, hann lét móður minni það eftir enda var hún hans mesta stoð og stytta á allan hátt fram í andlátið.  Hann handskrifaði verkefni og próf með sinni listaskrift sem allir gátu lesið. Árið 2001 ákváðum við fjölskyldan að flytja austur á Hérað m.a. vegna þess að við vildum að börnin okkar fengju tækifæri til þess að alast upp nærri foreldrum mínum á Litla-Bakka. Þykir manni enn vænna um þessa ákvörðun nú á kveðjustund. Börnin okkar fengu að kynnast afa sínum vel í rúm 20 ár sem eru þeim ómetanleg með ótal minningum. Pabbi og Þorgerður eiginkona mín urðu líka góðir vinir og stundnum tóku þau lagið saman því söngurinn var honum mikils virði til seinasta dags. Elsku mamma ég veit að missir þinn er mikill en við getum öll huggað okkur við það að pabbi fékk að fara snöggt á æðra stig, hann hafði engan áhuga á því að fara til dvalar á hjúkrunarheimili. Blessuð sé minningin um elskulegan föður, tengdaföður og afa, þú lifir í hjörtum okkar.

no image

Bæta við leslista

Minningarorð Aðalsteins Jónssonar um Gunnar Guttormsson

Enn er sá með ljáinn á ferðinni. Kvöddum í dag Gunnar A. Guttormsson bónda á Litlabakka í Hróarstungu. Falleg athöfn í Egilsstaðakirkju. Gunnari kynntist ég fyrst þegar hann var í vegagerð milli Hákonarstaða og Grundar á Jökuldal um eða fyrir 1970. Höfðu vakta skipti á jarðýtu hann og Gísli í Dölum. Á veiðitímabili hreindýra kom eitthvert óþol í Gunnar, kom gjarnan á frívakt yfir í Klaustursel og spurði "eigum við ekki að kíkja í heiðina" þurfti ekki að hvetja mig til slíkra ferða. Eitt skot Gunnars var og er mér enn í fersku minni. Nokkuð langt færi með sigtisriffli. Stök kýr sem miðað var á féll. Þegar að henni var komið hafði kúlan hitt í mitt ennið. Svona veiða aðeins góðir veiðimenn. Átti margar veiðiferðir síðar með þessum snillingi. Enn skal víkja að Fossvöllum menningarmiðstöð okkar hér. Áttum samvinnu í réttinni um árabil. Skemmtilegur tími. Kom þar í ljós hversu góður Gunnar var í mannlegum samskiptum. Þó átti hann í karpi við ráðskonuna. Einn af fáum sem fór heim á kvöldin og var því aðeins í hálfu fæði sem kallað var. Við réttarmenn komum ávallt fyrstir í mat, keðjan virkaði þannig. Einhverju sinni sem oftar var feitt og fallegt saltkjöt í matinn. Eitthvað fannst ráðskonunni Gunnar velja óþarflega góða bita á sinn disk og sló á puttana á honum. Daginn eftir fékk hún kveðju eitthvað á þessa leið. Ráðskonan tók rögg sig á/ Réttarstjórann barði. / Bölvaði og beit sér frá/ brignukollinn varði. Hann skal ekki honum ná/ hún orgaði í bræði./ Hupp og hálsinn eiga að fá/ hálfir menn í fæði. Honum var einkar létt um kveðskap og gerði margar smellnar vísur í þessum félagsskap. Hann var fæddur 1929 og því búinn að eiga langan og farsælan æviferil. Minningin lifir um góðan vin og félaga. Sendi Svandísi og öllum afkomendum þeirra og vinum hugheilar samúðarkveðjur

Bæta við leslista

Gunnar Gutt

Bæta við leslista