no image

Fylgja minningarsíðu

Guðrún Tómasdóttir

Fylgja minningarsíðu

10. október 1918 - 25. júní 2000

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá Guðrúnu Önnu, Fanneyju og Ragnheiði Hrefnu

Elsku amma. Nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Amma, þú varst sannkölluð hefðarkona sem hafðir yfir þér reisn. Alltaf var gaman að spjalla við þig því varst víðlesin og fróð og hafðir gaman af að tala um menn og málefni líðandi stundar. Þú varst afa Þorvaldi stoð og stytta í gegnum langa ævi og þegar hann dó var það þér mikið áfall. Undir tignarlegu yfirborði þínu sló gott hjarta og þér þótti vænt um fjölskylduna þína. Alltaf vildir þú fá börnin þín og barnabörn í heimsókn á sunnudögum. Þá bauðst þú upp á kaffi og kökur eins og marenskökuna góðu sem þér var einni lagið að baka. Þessar sunnudagsheimsóknir voru fastur punktur í tilverunni sem efldi sambandið milli fólks í stórfjölskyldunni. Við minnumst þessara heimsókna með söknuði.

Bæta við leslista