no image

Fylgja minningarsíðu

Guðrún Sigurrós Hákonardóttir

Fylgja minningarsíðu

25. júlí 1956 - 18. janúar 2022

Andlátstilkynning

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma lést á líknardeild Landspítalans 18. janúar.

Útför

28. janúar 2022 - kl. 10:00

Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 28. janúar kl 10:00

Aðstandendur

Guðmundur Rafn Gylfason, Camilla Þóra Þórsdóttir, Hákon Jónas Gylfason, Vigdís Ylfa Hreinsdóttir og barnabörn

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur. Einnig þökkum við starfsfólki Landspítalans fyrir sérstaka alúð og einstaka umönnun í hennar veikindum.

Kveðja frá æskuvinkonum!

Guðrún Hákonardóttir, eða Gunna Hákonar á Skarphéðinsgötunni, var hluti af hópi vina og félaga í Norðurmýrinni og nágrenni. Ef við ættum að lýsa Gunnu í nokkrum orðum kæmi dugnaður hennar fljótt upp í hugann, hún tók þátt í mörgu, var grínisti eins og mamma hennar og lét til sín taka. Það var líka eftirtektarvert hvað Gunna var góð við Steina bróður sinn en hann var með Downs heilkenni. Þar sem Gunna var sem krakki var ekki langt í Steina, hann var með í leikjum og kom með þegar við skruppum í sjoppuna. Þegar við vorum litlar léku krakkar sér mikið úti og á sumrin var gaman að leika sér á Skarphéðinsgötunni. Á sumrin var oft farið í yfir og þá var kastað yfir pallbílinn hans Hákonar en þegar rigndi var hægt að fara inn í húsið sem var á pallinum. Gunna var með nokkrum okkar í skátafélaginu Landnemum og um tíma var hún flokksforingi í Svölunum. Hún fékk eina okkar til að mála mynd af skátum við varðeld á einn vegginn í flokksherberginu. Við fórum mjög oft saman út í Örnólf, vinsælustu búðina í hverfinu, og þar keyptum við kók, lakkrísrör, Síríuslengju og Lindubuff. Það var líka mikið dansað á þessum árum, farið í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar í Brautarholtinu, dansað í salnum í Austurbæjarskólanum, í Tónabæ í Skipholti og svo var auðvitað síðar farið í Hollywood og ýmislegt brallað . Vinsælt lag frá þessum árum kemur upp í hugann, Glugginn með Flowers en við það lag sýndi Gunna og fleiri okkar dans í skólasalnum.

Bæta við leslista

Elsku Guðrún mín

Elsku Guðrún min þegar ég frétti að þú varst farin þá féllu tárin. Ég mann það eins og það vær i gær að sá fallega bross þín þú varst alltaf til staðar fyrir mig alltaf tilbúin að hjálpa gat tala við þig um allt og þú gafst mér alltaf góð ráð. Við hittumst hinumegin einn daginn. Elska þig kveðja Monika

Bæta við leslista

Minning til elsku Gunnu minnar.

Elsku Gunna mín, það er þyngra en tárum tekur að þér hafi ekki auðnast heilsa til að ganga með okkur út í hversdaginn aftur og eiga fleiri samverustundir með okkur og safna fleiri minningum.

Bæta við leslista

Elsku Gunna systir mín.

Elsku Gunna mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Margs er að minnast þegar yngsta systir mín kemur upp í hugann, það voru níu ár á milli okkar. Fyrsta minningin er þegar ég var að passa þig ásamt Steina og Nonna uppí sumó. þá hef ég verið um 14 ára og þú 5 ára. Það fór aldrei á milli mála hversu mikill töggur var í þér. Kraftmikil falleg hnáta sem kallaði ekki allt ömmu sína.

Bæta við leslista

Elsku Gunna

Elsku tengdamamma kvaddi okkur alltof fljótt eftir erfið veikindi.

Bæta við leslista

Elsku Gunna mín.

Það er svo ótrúlega sorglegt að sitja hér og skrifa minningarorð um þig sem ættir að hafa verið í blóma lífsins.

Bæta við leslista

Heimsins besta Gunna frænka

Hinstu kveðju skrifa ég þér,

Bæta við leslista

Elsku fallega amma

Elsku amma mín

Bæta við leslista