no image

Fylgja minningarsíðu

Guðrún Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Fylgja minningarsíðu

1. desember 1941 - 11. desember 2023

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma lést þann 11. desember síðastliðinn.

Útför

21. desember 2023 - kl. 15:00

Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. desember kl. 15:00.

Aðstandendur

Guðrún Anna, Fanney, Ragnheiður Hrefna, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu. Einnig vill hún færa starfsfólki Heru og Líknardeildinni í Kópavogi sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Guðrún R. Þorvaldsdóttir

Nú er elsku Rúna frænka mín farin í sumarlandið þar sem Maggi og pabbi taka á móti henni. Maggi með faðminn sinn stóra og pabbi með stríðnina. Rúna var mér svo miklu meira en föðursystir, alltaf var ég velkomin að vera með þeim hvort heldur sem var á Melaheiðinni eða sumarbústaðnum og meira að segja fór ég með þeim eðalhjónum og Ragnheiði frænku í mína fyrstu ferð til útlanda.  Frábæra ferð til Ítalíu, sem þótti ekki sjálfsagt árið 1984.  En rúmum 20 árum eftir Ítalíuferðina góðu þá hjálpaði Rúna mér og minni litlu fjölskyldu meira en verður nokkurn tíma hægt að þakka fyrir nógsamlega. Lífið er ekki alltaf dans á rósum en með fólkið sitt sér við hlið er allt hægt og það er einmitt þannig sem Rúna var, alltaf til staðar. Takk elsku Rúna brúna fyrir samfylgdina, leiðbeiningarnar og hjálpina alltaf.  Elsku Guðrún Anna, Fanney, Ragnheiður Hrefna og fjölskyldur við litla fjölskyldan sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur.

Bæta við leslista

Guðrún Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Ég kveð Guðrúnu Þorvaldsdóttur, mágkonu mína, með söknuði og minnist hennar með hlýju. 

no image

Bæta við leslista

Amma Guðrún

Elsku amma, nú ertu farin og ég mun sakna þín mikið. Þú varst einn af mínum föstu punktum í lífinu, alltaf eins falleg og góð. Upptekin af hefðum, að hittast og knúsast og vera svolítið lekker. Þú gafst mér oftast kjóla eða eitthvað fínerí í gjafir og ef maður setti óvart niður á sig gastu séð blettina úr mílu fjarlægð, gleraugnalaus. Við gátum alltaf talað um blóm og þau voru alls staðar mikilvæg í þínum huga og engan hef ég þekkt sem unir sér jafn vel í sólinni, enda varstu alltaf brún og sæt. Barnabarnabörnin voru þér kær og rétt eins og þegar ég sjálf var lítil, voru þau leyst út með sleikipinna úr glerkrukkunni þegar þau kvöddu ásamt knúsi og kossi. Ég á margar góðar minningar úr sumarbústaðnum við Þingvallavatn og einnig úr Skorradalnum. Þar var allt í röð og reglu, hlustað á fréttir á klukkutíma fresti, fastir matmálstímar og alltaf eitthvað með kaffinu. Einu sinni tókst þér jafnvel að steikja pönnukökur úr engu, það var ekkert til sem venjulega er notað í pönnukökur en þú kunnir ansi mörg trikk í eldhúsinu. Það var mjög mikið sport að veiða í Þingvallavatni, því nánast sama hversu litlir tittir veiddust, þá voru þeir verkaðir, settir á grillið og hafðir með í næstu máltíð og þú eignaðir þér alltaf hausana.

Bæta við leslista

Amma Rúna

Elsku amma Rúna, amma sleikjó, amma í bláu. 

no image

Bæta við leslista