no image

Fylgja minningarsíðu

Guðni Guðjónsson

Fylgja minningarsíðu

12. apríl 1931 - 21. nóvember 2016

Útför

Útför hefur farið fram.

Að lifa við söng og í sátt

Það er sorglegt að horfa upp á fólk hverfa smám saman á vit óminnis líkt og lá fyrir honum pabba. Nú er hann búinn að kveðja og við rifjum upp þætti úr æviskeiði hans frá þeim tíma þegar hann var hjá okkur, virkur þátttakandi í fjölskyldulífinu, söng í kór og var eljusamur í skógræktarstarfinu.

no image

Bæta við leslista

Þakklæti

Í dag kveðjum við elskulegan tengdaföður minn Guðna Guðjónsson og með þessum örfáu orðum langar mig til að minnast þessa einstaka manns sem Guðni var. Það minningabrot sem kemur einna oftast upp í huga minn gerðist fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Við Gylfi vorum stödd í brúðkaupi systur Gylfa. Þetta var yndislegur dagur, gleði og hamingja skein úr hverju andliti. Þegar líða tók á kvöldið var unnusti minn lokkaður út á dansgólfið af systrum sínum, hverri á fætur annarri, enda vissu allir að hann hafði unun af því að dansa og þær skemmtu sér konunglega við að láta hann snúa sér í hringi. Ég var barnshafandi af frumburði okkar og ekki tilbúin í þessi ævintýri þarna á dansgólfinu. Ég sat því og horfði á fjöldann, það var gleði, hlátur og dunandi dans. Allt í einu helltist yfir mig yfirþyrmandi einmanaleiki.  Mitt í öllum gleðskapnum, upplifði ég mig aleina og sorgmædda. Ég hafði ekki dvalið í þessum tilfinningarússibana lengi þegar bankað var á öxlina á mér og þar stóð Guðni. Hann var kominn til að bjóða þessari nýju tengdadóttur sinni uppí dans. Ég stóð upp og við tókum róleg spor í átt að gólfinu. Þó að fá orð væru sögð þá fannst mér eins og Guðni skynjaði hvernig mér leið og eins og hendi væri veifað varð allt gott á nýjan leik. Líðan annarra skipti Guðna miklu máli, umhyggja og ást hans til sinna nánustu var skilyrðislaus. Öryggið og hlýjan sem hann gaf frá sér mun aldrei gleymast. Barnabörnin nutu líka samverunnar við afa sinn enda var hann einstaklega laginn við börn, hann naut þess að hlusta á þau og hafði nægan tíma. Oftar en ekki sat Guðni umkringdur barnabörnum sínum í fjölskylduboðunum, legókubbaboxið opið og hæstu turnar byggðir þar til þeir hrundu niður, og svo var byggt upp á nýjan leik. Slíkar minningar um afa sinn eru ómetanlegar og dýrmætur fjársjóður.

Bæta við leslista