no image

Fylgja minningarsíðu

Guðmundur Sævin Bjarnason

Fylgja minningarsíðu

18. október 1928 - 13. febrúar 2010

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning - Birgir Sigmundsson

Það var nánast vor í lofti, þó samkvæmt dagatali ætti að heita janúar, þegar tengdafaðir minn og vinur, Guðmundur Sævin Bjarnason, kenndi lasleika, sem þó var ekki talið tilefni til að hafa miklar áhyggjur af, enda fáir menn verið eins heilsuhraustir gegnum tíðina og hann. Guðlaug, sem er hjúkrunarfræðingur og hefur sinnt heilsufari foreldra sinna af alúð og umhyggjusemi um árabil, fékk þó karlinn til að leita læknis, því hann var ekki vanur að kvarta af tilefnislausu. Eftir að Guðmundur var lagður inn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, liðu aðeins 17 dagar þar til hann var allur. Illvígt krabbamein, sem ekki var áður vitað um, var þess eðlis að stundin var runnin upp. Þannig hélt þessi hrausti maður reisn sinni og orku allt til hinsta dags, enda hafði hann engan tíma fyrir eigin veikindi.

Bæta við leslista

Minning - Ásdís, Bjarney og Guðlaug

Skjótt í lofti skipast veður

Bæta við leslista