no image

Fylgja minningarsíðu

Guðmundur Jónsson

Fylgja minningarsíðu

26. janúar 1924 - 28. mars 2022

Andlátstilkynning

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Jónsson, húsasmíðameistari á Höfn, lést mánudaginn 28. mars síðastliðinn.

Útför

6. apríl 2022 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 6. apríl 2022 klukkan 13.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Svava Kr. Guðmundsdóttir, Ásta H. Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Eiríkur Guðmundsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

Til elsku afa

Ég ólst upp við nokkuð kvennaveldi, hjá móður minni og ömmu. Mér fannst þó móðurbræður mínir flottir, en það var enginn eins og afi. Hann var fyrirmyndin, eins og allir karlmenn áttu að vera. Ég var mikið með ömmu og afa og það besta var að ég var með í öllu, við gáfum hestunum, fórum í útreiðatúra, upp í Lón að tékka á sumarbústaðnum eða horfðum bara á fréttirnar. Auðvitað voru kynjahlutverkin að einhverju leyti hefðbundin, þar sem afi byggði öll húsin á Hornafirði en amma sá um allt annað. Þau voru ávallt jafningar sem áttu sitt líf saman en sinntu líka eigin áhugamálum. Það var sjálfsagt að afi passaði mig á meðan amma söng í kirkjukórnum eða þær móðir mín voru á leikæfingum. Frá minni fyrstu stundu man ég eftir afa sem vakti yfir velferð minni og hafði áhuga á því sem ég var að gera.

no image

Bæta við leslista