no image

Fylgja minningarsíðu

Guðmundur Jón Benediktsson

Fylgja minningarsíðu

15. október 1926 - 9. nóvember 2009

Útför

Útför hefur farið fram.

Frá Alexöndru

Elsku afi, ég á mjög erfitt að trúa því að þú sért búinn að yfirgefa okkur. Ég hef notið þess að hafa þig í lífi mínu í 20 ár og ég mun ætíð verða þakklát fyrir það. Fjölskyldan var þér mikilvægust, þú vildir allt fyrir okkur barnabörnin gera. Það brást aldrei á mínum yngri árum þegar ég var fastagestur hjá þér og ömmu eftir skóla og þáði hjá ykkur fiskibollur í dós. Þetta var ekki það besta sem þú fékkst en þú kvartaðir aldrei því þú vissir að mér þættu þær góðar. Þú varst svo duglegur, tókst okkur barnabörnin með þér í mörg ár í Smárahlaupið og alltaf tókstu þátt í því með okkur.

Bæta við leslista

Frá Ágústi

Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig, alveg sama hvort ég gleymdi húslyklunum heima og þú komst og opnaðir fyrir mér eða ég gleymdi vegabréfinu mínu og var kominn út á Leifsstöð og þið amma redduðuð mér.

Bæta við leslista