no image

Fylgja minningarsíðu

Guðmundur Jóhannsson

Fylgja minningarsíðu

19. janúar 1961 - 20. október 2023

Útför

4. nóvember 2023 - kl. 14:00

Útför fer fram frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 4. nóvember kl 14:00

Til minningar um mág minn og vin.

Að sitja hér og skrifa minningargrein um mág minn og vin, Guðmund Jóhannsson, er þyngra en tárum taki. Ég átti ekki von á því, þegar ég ræddi við hann í síma á sunnudegi, að hann yrði farinn fimm dögum síðar.

Bæta við leslista

Minning

Það eru þung og fátækleg orðin sem okkur langar að setja hér á blað og minnast góðs vinar. Elsku Gummi, okkur hjónum langar að þakka þér fyrir frábærar stundir er við hittumst og kynntumst vegna íþrþóttaiðkanna stelpnanna okkar í denn og þær stundir voru einstakalega skemmtilegar og gefandi. Eins langar mig að þakka fyrir samveru okkar í stjórn UMFL þar sem við beyttum okkur til að gera frjálsum íþróttum hærra undir höfði. Eins voru tímarnir og stundirnar sem þú sást um og þjálfaðir stelpurnar okkar í fótbolta gulls ígildi og að sjálfsögðu farið á pæjumótið á Siglufirði þar sem þær unnu til verðlauna sem voru nú ekki af verri endanum, háttvísiverðlaun, enda ekki annað hægt með svona flottan leiðtoga í fararbroddi. Á þessum tíma var orðinn vani heima að það væri bankað og svo heyrðist ,,einhver heima"? komið inn og þá spurt ,, hvar er tengdadótturin"? Það var nú ekkert þannig enda var þetta meiri stríðni hjá honum við hana Rakel okkarog hún hafði nú gaman af. Elsku Gummi, takk fyrir gæskuna, gleðina og góðar stundir. Drottinn gefi dánum ró en hinum líkn er lifa. Elsku Lilló, Bergrún, Jóhann, Margrét, Björg, Alexander og fjölskyldur og aðrir aðstandendur, okkar dýpstu samúðarkveðjur sendum við ykkur öllum og megi allar góðar vættir halda vel utanum ykkur. Hrafngerður, Siggeir og fjölskylda

no image

Bæta við leslista

Bŕéf frá Bergrúnu

Jæja pabbi. Mikið er og verður, þetta verkefni erfitt. Ótrúlegt hvað maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að umgangast fólkið sitt daglega og að það þurfi svona stórt áfall til að maður átti sig á að svo er ekki . Eins klisjukennt og það er þá kennir þetta manni að vera þakklátur fyrir hvern dag því maður veit aldrei hvenær tími manns kemur. En já nóg með það. Pabbi var ótrúlega þrjóskur maður með sterkar skoðanir. Fyrst þegar maður var yngri þá reyndi maður að þræta við hann þegar skoðanir hans voru svo skrítnar og vitlausar en með tímanun hætti maður að nenna því það þýddi bara alls ekki, hann var sko ákveðin í því að halda sínum skoðunum til streitu, sama hvað. Maður veltir því fyrir sér núna hvort hann hafi verið að leika sér að því að koma manni uppá snúninginn, sem var líklegast málið. Pabbi var líka ótrúlega hjálpsamur maður. Það var aldrei neitt mál ef okkur systkinum eða jafnvel öðrum vantaði aðstoð hann var alltaf boðinn og búinn. Eins og þið vitið öll þá áttu foreldrar okkar ekki í neinum vandræðum með að eignast börn og maður hefur heyrt sögu útí bæ eftir hans orðum, að hann mátti ekki koma heim í land því þá verður Lilló alltaf ólétt. Þess vegna langar mig að minnast á þegar ég tilkynnti fjölskyldunni að ég væri ólétt af mínu öðru barni. Að pabba var svo brugðið og sagði Haa Strax?!? Ég var ekki lengi að spyrja hann að því hvernig þetta hafi nú verið hjá honum og mömmu. Þú varst svo góður afi og mikið finnst mér sárt að barnabörnin þín og þau sem eiga eftir að koma fái ekki að alast upp með þér. En við fjölskyldan munum vera dugleg að segja þeim sögur af þér og halda minningu þinni á lofti. Það var ótrúlega gaman að fá að fylgjast með sambandi ykkar Eivarar Lilju hún hélt mikið uppá afa sinn. Stríðnin þín mun í lifa í henni. Mikið sem ég á eftir að sakna þín elsku pabbi. Vildi einnig segja að ég er þakklát fyrir að fá að fylgja þér til endaloka. Takk fyrir allt.  Þín dóttir Bergrún

no image

Bæta við leslista