no image

Fylgja minningarsíðu

Guðmundur Gíslason

Fylgja minningarsíðu

21. september 1950 - 8. mars 2024

Útför

22. mars 2024 - kl. 11:00

Ástkær faðir, tengdafaðir og afi Guðmundur Gíslason Lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 8. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 22. mars kl. 11:00

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu. Einnig vill hún færa starfsfólki Sunnuhlíðar sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík
Til pabba

Elsku besti pabbi, það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín nú þegar þú ert floginn, frjáls og laus við líkamlega og andlega erfiðleika þína sem hafa litað þitt líf dökkum en einnig björtum litum.  Þú lifðir lífinu hratt til að byrja með og hafðir áorkað gríðarlega miklu fyrir þrítugt þegar veikindin báru þig ofurliði.  Ég var svo heppinn að kynnast þér og muna eftir þér og þínum frábæru eiginleikum fyrir þann tíma og auðvitað einnig inn á milli veikindatímabila eftir það.  Ég var pabbastrákur, stússaðist með og lærði mikið af þér. Ég man m.a. eftir pökkun og flutningi Kaupfélagsins á Stöðvarfirði þar sem ég græddi svaka matsboxbílastand. Saman byggðum við kofa þar sem leynifélag útbæinga hafði aðsetur, sviðum sviðahausa, veiddum fisk og margt fleira. Í Kópavoginum fékk ég að hjálpa við byggingu nýja hússins okkar og í framhaldinu byggðum við dúfnakofa saman. Það er þannig augljóst að ég lærði af þér og smitaðist af framkvæmdagleði þinni og einnig fjármála- og bókhalds viti þínu. Þú varst óþreytandi í stuðningi við mig, reddaði mér mörgum góðum sumarstörfum enda með mjög margar tengingar og vinamargur eftir kennaranám og fjölbreytt störf í Samvinnufélögum, Bændasamtökum, Stjórnmálum, Ungmennafélögum og einnig Íþróttafélögum okkar krakkanna þar sem þú varst lengi mjög virkur og þá sérstakleg í Íþróttafélagi fatlaðra sem var þér mjög kært.  Við ræddum einu sinni um dauðann og þú óskaðir þá eftir því að fá að heyra tvö lög að endingu sem eru lýsandi fyrir þína ævi, húmor og áhuga. Þau byrja svona: Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman, þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti um stéttar urðu þar einatt skrítnar sögur, þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur. Yesterday all my troubles seemed so far away. Now it looks as though they're here to stay. Oh, I believe in yesterday. Suddenly, I'm not half the man I used to be. There's a shadow hanging over me. Oh, yesterday came suddenly. Hrossa hlátur og hnerri þinn eru nú þagnaðir en góðu minningarnar um þig eru og verða ljóslifandi. Þrátt fyrir söknuðinn gleður mig að þú hafir fengið frið og frelsi. Þinn sonur, Gunnar

no image

Bæta við leslista

Guðmundur Gíslason gjaldkeri ÍFR

Haustið 1995 tók ég við starfi framkvæmdastjóra Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, ÍFR. Í stjórn félagsins voru aðilar sem höfðu langa reynslu af félagsstörfum og einkenndist öll þeirra vinna af mikilli ábyrgð og áhuga á velferð og málefnum fatlaðra. Guðmundur Gíslason var gjaldkeri félagsins og var ég fljótt var við að þar var á ferðinni maður sem kunni vel til verka. Eðli málsins samkvæmt vann ég mikið með Guðmundi. Lítið og ungt félag hafði ekki í digra sjóði að sækja og þeir fjármunir sem voru til ráðstöfunar vel nýttir, engu eytt í óþarfa. Nýtt íþróttahús ÍFR hafði verið tekið í notkun árið 1992 og ljóst að bjartir tímar voru framundan. Margir höfðu litla trú á því að ÍFR gæti rekið íþróttahúsið og ýmsar öfundarraddir heyrðust. Á svona tímamótum er gott að hafa menn í stjórn sem kunna vel til verka. Með Guðmund sem gjaldkera yfirsteig félagið allar hindranir og sló á þær neikvæðu raddir sem uppi voru.

Bæta við leslista

Kveðja frá Nínu

Elsku Gummi

Bæta við leslista