no image

Fylgja minningarsíðu

Guðlaugur helgi valsson

Fylgja minningarsíðu

2. desember 1980 - 1. nóvember 2024

Útför

Útför hefur farið fram.

Elsku engillinn minn ♡

Ég mun ávalt sakna þín hjartaknúsarinn minn. Ég fer yfir myndirnar og videoin af okkur daglega, einnig hlusta ég mjög oft á hljóðupptökur sem ég á frá þér og samtölin á milli þín og mömmu þinnar ♡ elsku húmorinn ykkar á milli og besti hlátur sem ég hef heyrt sem þú gafst ♡ ég á enn erfitt með að meðtaka að þú sért farinn frá okkur í líkama, en ég veit fullvel að sálin þín með fallegustu vængina vakir yfir okkur! Ég sakna þín svo sárt elsku besti vinur minn, þú gafst mér svo mikið í þessu lífi! Alltaf ef mér leið illa vissir þú upp á hár hvernig átti að fá mig til þess að hlægja, ef ég bar gremju vegna einhvers, komstu í lið með mér (auðvitað bara í djóki) en þú gerðir það, fyrir mig! Þú elskaðir mig og ég elskaði þig, þú elskaðir syni mína og þeir elskuðu þig! Þú elskaðir vini mína og þeir elskuðu þig, því þannig rúllaðir þú, það var ekkert annað hægt en að skína í kringum þig, brosa sínu breiðasta og elska þig ♡ þú varst mín hægri hönd á öllum stundum, það skipti ekki máli hvað bar á dyrum, eitt símtal og þú varst mættur með þinn yndislega og frábæra karakter. Ég fæ enn kökk í hálsinn við að labba inn í kirkjuna okkar, bara því ég sé þig ekki í stólnum "þínum", eða fremst við sviðið með aðra hendina á hjartanu og hina upp í loftið! Og að heyra sönginn þinn! Það sem við elskuðum að syngja saman, þá sérstaklega lagið okkar "shallow". Einnig finst mér dúndur gaman að hlusta á "SOS" með mamma mia því ég veit hversu illa þú þoldir það lag :') Ég veit fátt betra í dag en að vakna, labba fram og sjá mynd af þér, brosandi, þá brosi ég á móti ♡

no image

Bæta við leslista