no image

Fylgja minningarsíðu

Guðjón Magnússon

Fylgja minningarsíðu

24. nóvember 1932 - 27. mars 2023

Andlátstilkynning

Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar og afi. Guðjón Magnússon Lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 27. mars 2023.

Útför

8. apríl 2023 - kl. 14:00

Útför hans fer fram frá Hólmavíkurkirkju

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Jóna Margrét Þórðardóttir Magnús H. Guðjónsson - Sigurbjörg Th. Stefánsdóttir Þórólfur Guðjónsson - Ragnheiður B. Guðmundsdóttir Halldór Hlíðdal Hafsteinsson Svanur Hlíðdal Magnússon og fjölskyldur

Guðjón Magnússon

Bless elskan mín – Meira andskotans vesenið, síðasta samtalið okkar af svo mörgum og svo varstu farinn. Ég sé þig fyrir mér í sumarlandinu í svörtu joggingbuxunum allar í sagi, í bláa smíðavestinu, hamar í annari hendi og spýtu í hinni. Finn lyktina af nýju timbri umlykja þig, sé einlæga brosið, tilhlökkunin í augunum að byrja á nýju verki frískur og sprækur á ný. Við áttum flókið samband þú og ég, þú varst tengdafaðir, stjúpfaðir, afi barnanna minna og maðurinn hennar mömmu minnar. Við vorun nú ekki alltaf sammála en annað eins gerist nú á 30 árum. Kannski var það aðallega að ég sá ekki þann ramma sem þú sást, þegar kom að verkum karla og kvenna. Sú skipting var skýr í þínum huga en ekki mínum. Held nú samt þú hafir haft gaman að því stundum og glottir við mér. Á milli okkar ríkti alltaf væntum þykja, gagnkvæm virðing og vissan um að við gætum treyst á hvort annað.

Bæta við leslista

Jonni frændi

Guðjón, eða Jonni frændi, eins og maður kallaði hann, tilheyrði þeirri kynslóð sem «ekki var mulið undir», eins og stundum er sagt um fólk sem hafði úr litlu að moða til að byrja með en mannaðist engu að síður með afbrigðum og gerðust máttarstólpar í sínu samfélagi. Frasinn um að byrja með tvær hendur tómar á kannski sérstaklega vel við þegar talað er um Jonna og systkini hans, en hann hefur verið um 8 ára gamall þegar fjölskyldan fluttist í Hrappsey á Breiðafirði þar sem fjölskyldan bjó í sárri fátækt fram að lokum seinna stríðs. Þó ber að nefna að hugtakið fátækt var á þessum tíma ekki það sama og lagt er í hugtakið í dag, og hafa sum systkinin haft á orði að þau hafi ekki veitt því neitt sérstaka athygli að þau hafi verið fátæk, það hafi frekar verið aðrir sem bentu þeim á það. Ríkidæmið í fjölskyldu Jonna var reyndar mikið þó ekki væri það talið í peningum eða eignum, þar ber vitanlega helst að nefna þennan einstaklega samhenta, samlynda og stóra systkinahóp sem hefur verið einstök blessun að vera í ætt við, í viðbót við léttlyndan og söngelskan föður og trausta og umhyggjusama móður í þeim Magnúsi og Aðalheiði.

Bæta við leslista