Minningargrein frá Fríðu Maríu
Guðjón Elisson, tengdapabbi minn, er látinn, en aðeins rúmum mánuði eftir að við fréttum af veikindum hans var hann allur. Þetta var óvænt og skyndilegt og eftir sitja ástvinir hans harmi slegnir. Gaui, eins og hann var oftast kallaður, var á besta aldri, rétt skriðinn yfir sextugt. Ég kynntist honum og Grazynu fyrir tæpum sex árum þegar við Kristján, sonur hans, vorum farin að vera saman. Þau tóku alltaf vel og rausnarlega á móti okkur þegar við komum vestur og ég upplifði mig afar velkomna í fjölskylduna.