no image

Fylgja minningarsíðu

Guðbjörg Þórisdóttir

Fylgja minningarsíðu

25. mars 1952 - 2. ágúst 2019

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning frá Ingu Heiðu

Í dag kvaddi ég Guðbjörgu kennara minn og vinkonu ♥️ ♥️
Ég man enn fyrstu setninguna sem ég sagði við hana; “Þú getur ekki ætlast til að við tölum um tilfinningar okkar við þig í fyrsta tímanum hjá þér”! Þarna var mér algjörlega misboðið og furðaði mig á þessari konu sem átti að kenna okkur íslensku fyrsta árið mitt í Framhaldsskólanum á Laugum. Það leið þó ekki á löngu þar til að ég var farin að tala um tilfinningar og lífið við Guðbjörgu sem kenndi mér svo ótal margt, ýtti við mér og mótaði mig. Hún kenndi mér m.a. að meta Laxness, Ástu Sigurðardóttur, Herbjörg Wassmo og Ragnheiði Jónsdóttur (bækur um Þóru í Hvammi hittu mig í hjartastað) 
Ég á henni margt að þakka. 


Bæta við leslista

Minning frá Silju Aðalsteinsdóttur

Í dag kl. 16 verður útför Guðbjargar Þórisdóttur, kennara og skólastjóra, gerð frá Hallgrímskirkju. Við kynntumst þegar hún var nemandi minn í bókmenntum í Háskóla Íslands og við urðum góðar vinkonur, ekki bara af því að hún var stjörnunemandi sem hafði næman og frjóan skilning á bókmenntum heldur líka af því að hún var einstaklega skemmtileg og yndisleg manneskja.

no image

Bæta við leslista

Minningarorð frá Guðrúnu Agnarsdóttur, Helga og og börnum

Yndisleg og góð kona, Guðbjörg Þórisdóttir, var jarðsungin við fallega og fjölmenna athöfn í Hallgrímskirkju í gær. Hennar verður sárt saknað af sínum nánustu og fjölmörgum fleiri sem hún hafði jákvæð og hvetjandi áhrif á en það var hennar aðalsmerki.
Hér fylgja minningarorð frá mér og börnum okkar Helga:

Bæta við leslista

Minningarorð frá Stefáni Hilmarssyni

Í dag fór fram útför kennarans og skólastjórans, Guðbjargar Þórisdóttur. Hún er mér ógleymanleg og setti ég saman fáein minningarorð:

Bæta við leslista

„… þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til.“

Elsku Gugga frænka, ég sé þig fyrir mér að syngja þessar línur Jónasar; af innlifun eins og þér einni var lagið; við að smyrja brauð handa mér í eldhúsinu á Leifsgötunni eða einhverjar álíka hversdagslegar aðstæður. Þú þurftir engar guðaveigar til þess.

Bæta við leslista