no image

Fylgja minningarsíðu

Guðný Guðmundsdóttir

Fylgja minningarsíðu

24. mars 1932 - 31. maí 2020

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning frá okkur systrum; Rebekku, Elísabetu og Lindu Maríu

Elsku amma er farin frá okkur. Þegar við hugsum um ömmu þá sjáum við hana fyrir okkur að hristast um af hlátri yfir engu og öllu - enda tók hún sjálfa sig aldrei of alvarlega. Amma var svo ótrúlega dugleg og ósérhlífin, það mátti vera barn hjá ömmu, leika og jafnvel sóða út án þess að amma gerði mál úr því, hún sýndi okkur endalausa þolinmæði, hvort sem það var út af þrjóskuköstum eða þegar kom að kennslustundum í prjónaskap.

no image

Bæta við leslista