Ég á ennþá erfitt með að trúa að þú sért farinn farinn. Ég er sífellt að lenda í aðstæðum sem ég hugsa til þín, langar að láta þig vita af einhverju eða biðja um ráð. Mér finnst svo skrýtið og ósanngjarnt að góðhjartaður maður eins og þú kveðjir okkur svona snemma. Ætli það sé ekki eitthvað til í því að þeir sem fara ungir elski guðirnir mest. Ég sé þig fyrir mér hér og þar, brosandi fallega með blíðu augun þín skínandi.