no image

Fylgja minningarsíðu

Grétar Felix Felixson

Fylgja minningarsíðu

7. júní 1947 - 25. janúar 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Grétar Felix Felixson, Baugakór 1 Lést þriðjudaginn 25 Janúar síðastliðinn á gjörgæsludeild landspítalans í Fossvogi

Útför

11. febrúar 2022 - kl. 13:00

Elskulegur eiginmaður minn Grétar Felix Felixson verður jarðsunginn mánudaginn 11 febrúar frá Lindakirkju kl 13:00

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Guðlaug Þórs Ingvadóttir Valgeir J. Grétarsson Sigrún Jóhannesd. Guðmundur F. Grétarss Sylwia Grétarss.Nowakowska Ingi Örn Grétarsson Barnabörn og barnabarnabörn

Vertu sæll vinur

Það er alltaf erfitt að horfa á eftir góðum félaga og það langt um aldur fram. Grétari kynntist ég þegar við urðum samskipa á ekjuskipinu Bifröst 1978. Ég kom sem afleysningastýrimaður en Grétar var bátsmaður skipsins. Það voru liðnir tveir dagar þegar við fundum út að við áttu stórt sameiginlegt áhugamál sem voru íslensk kaupskip. Þá kynntist ég öðru brennandi áhugamáli hans sem voru flugvélar og íslensk flugsaga. Hann hafði tekið mikið lesefni með sér í túrinn og hafði gaman af að sýna mér hvernig hann væri að fylgjast með gömlum íslenskum flugvélum. Við áttum ekki eftir að sigla meira saman en þennan eina mánaðar túr en við hittumst næstu árin öðru hvoru á bryggjurúntum. Spuni örlaganna áttu eftir að tengja okkur enn betur þegar ég kynntist og síðar giftist náfrænku Gullu, konu Grétars, þrettán árum síðar. Nú fórum við að hittast í fjölskylduboðum og ættarmótum þar sem við gátum alltaf fundið okkur eitt hornið til að eiga smá næði til að ræða skipasöguna, bryggjurúnta ásamt hvaða skip við höfðum séð og náð að mynda. Þegar ég vann að bók um skipasögu Eimskipafélags Ísland 2014 settumst við Grétar yfir skipamyndasafnið hans og þá kom það okkur skemmilega á óvart að við áttum báðir myndir af sama skipinu tekna nánast á sama augnablikinu en bara frá sitt hvorri bryggjunni. Eftir að við, hópur áhugamanna um skip og báta, stofnuðum félagskap snemma árs 2013 var Grétar einn stofnfélaga og lét hann sig sjaldan vanta á okkar mánaðarlegu fundi í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Grétari tókst reyndar að smita mig smávegis af fluginu því eftir eina kvöldstund á heimaskrifstofunni hans skoðandi myndir og líkön. Áður en ég vissi af var ég farinn að safna flugvélalíkönum og farinn að skoða bækur um flugvélar. Við að minnast Grétars verður ekki hjá því komist að nefna Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík sem hann unni mjög enda var hann einn af lávörðum sveitarinnar sem hann átti þátt í að stofna. Þar láu leiðir okkar einnig saman, ég að vísu í forvarnarhluta Slysavarnafélagsins Landsbjargar en hann í björgunarhlutanum. Nú er þessi hægláti og brosmildi vinur og félagi lagður í sína síðustu för. Hvort sem ferðin er farin á flugi eða með siglingu inn í eilífðarlandið þá er hann jafnvígur með hvorri leiðinni sem valin er. Hún verður farin af miklu öryggi og vel verður tekið á móti honum.

no image

Bæta við leslista