no image

Fylgja minningarsíðu

Gísli Jón Þórðarson

Fylgja minningarsíðu

18. apríl 1955 - 17. október 2025

Andlátstilkynning

Gísli Jón lést í Taílandi 17. október sl Bálför fór fram í Surin í Taílandi 24.október.

Útför

6. nóvember 2025 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Gísli Jón Þórðarson var fæddur í Reykjavík 18.4.1955, lést 17.10.2025 í Taílandi. Foreldrar hans voru Þórður Gíslason sveitarstjóri f. 24.1.1929, d. 18.9.1980 og Aldís Jónsdóttir tónmenntakennari f. 2.1.1930, d. 3.7.1982. Gísli kvæntist 1987, Wanniku Saithong f. 1961, þau skildu. Gísli Jón gekk fjórum börnum hennar í föðurstað. Börn þeirra; 1) Ekachai Saithong f. 1981, d. 2001. 2) Ágústa Natalía Gísladóttir f. 1983, gift Ásgeiri Erni Valgerðarsyni, börn; Rakel Birta, Elma Nadía, Adríana Eldey og Ylfa Gyða 3) Aný J. Saithong Gísladóttir f. 1983, gift Sævari Eyvinds Helgasyni, börn; Íris Birta, Júlíana Eik, Mikael Helgi Ek, Alexander og Emil Darri. 4) Phatharawadee Ben Saithong, f. 1985, í sambúð með Admir Sabljic Dedic, börn; Tara Karitas, Kristófer Ek, Róbert Gísli, Patrekur Leó, Nisa Elvira og Ari Hrafn. Dóttir Gísla og Wanniku 5) Aldís Athitaya Gísladóttir f. 1990, gift Pascal Schroth, börn; Lyla Aluna, Luca Ekachai og Ocean Leon.

Elsku ástkæri faðir

Elsku pabbi minn, það sem þú hefur verið mér svo afskaplega dýrmætur.  

no image

Bæta við leslista

Hinsta kveðja og hjartans þökk.

Mig langar að skila samúðarkveðju til fjölskyldu Gísla. Mér þykir það miður að geta ekki verið viðstaddur í dag og kvatt þig í síðasta sinn. Þú varst mér góður tengdafaðir í hátt í tuttugu ár og ekki minnist ég þess að við höfum einhvern tíma orðið ósammála eða ósáttir. Þú varst alltaf hjálp fús og duglegur. Þú hjálpaðir okkur þegar við byrjuðum að búa og byggðum okkur hús og þú hjálpaðir okkur þegar við stofnuðum veitingastað og alltaf endurgjalds laust eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þú varst duglegur að koma austur til Víkur að heimsækja okkur og barnabörnin. Það var alltaf notalegt að fá þig í heimsókn. Og ég sá alltaf fyrir mér að við myndum ná að heimsækja þig í Tælandi. Það hefði verið epískt að skella okkur út á sjó á smá sverð fisk veiðar lol. Það verður að bíða betri tíma. Þar til næst þinn Óðinn.

no image

Bæta við leslista

Hinsta kveðja elsku pabbi

Það eru ekki orð nógu sterk sem lýsa pabba, hann var hlédrægur, kurteis og dálítið inn í sig, en þegar fólki komst nær honum komu fram þessi skemmtilegu og sérstöku einkenni sem gerðu hann að einstakri manneskju, hjartahlý, yndislegasti og dýrmætasti og með stærsta hjartað. Hann skildi eftir sig stór spor sem enginn annar mun nokkurn tímann fylla. Ég vildi óska þess að ég gæti aðeins eitt augnablik í viðbót, til að faðma þig og segja þér einu sinni enn hversu heitt ég elska þig elsku pabbi minn. Ég er svo þakklát að þú varst pabbi minn í þessu lífi. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu og ég mun halda áfram að berjast gegn veikindunum mínum og gera þig stoltan af mér. Hvíldu í friði elsku pabbi minn, hvert sem þú ferð, þá veit ég að þú sért kominn í laxveiði og í faðmi fjölskyldu okkar. Ég elska þig pabbi minn. 🤍🕊️

no image

Bæta við leslista

Ástkær afi okkar

Afi var eins og við þekktum hann, alltaf svo hlýr og góður maður. Hann var aldrei feiminn við að sýna tilfinningar sínar, tjá ást og umhyggju og jafnvel fella nokkrar tárum. Afi var sá sem mætti fyrstur á svæði til að sjá nýfæddu barnabörnin. Það mætti varla lítið sjá hvað hann var stoltur hvað ríkidæmið stækkaði hjá honum. Enda átti hann 18 talsins af barnabörnum. Afi var jarðbundinn og mjög rólegur í tali, hélt alltaf ró sinni og var algjört humoristi og kann að létta upp á stemningu. Nærveru hans afa var mjög hlýlegir og var oftast bara nóg fyrir okkur. 

no image

Bæta við leslista