no image

Fylgja minningarsíðu

Gísli Blöndal

Fylgja minningarsíðu

26. febrúar 1948 - 3. júní 2025

Andlátstilkynning

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,  bróðir, afi, langafi,  Gísli Blöndal, frá Seyðisfirði, lést á Landspítalanum þann 3. júní.

Útför

20. júní 2025 - kl. 13:00

Útför Gísla Blöndal verður föstudaginn 20. júní 13:00 í Grafarvogskirkju. Kistulagn 11:30 Kaffi í safnaðarheimilinu að athöfn lokinn. Prestur verður Sr. Aldís Rut Gísladóttir.

Aðstandendur

Elsa Blöndal Rosenwald - Mike Rosenwald Birna Blöndal Albert - Sean Gallagher Gylfi Blöndal - Valdís Thor Chloé Ophelia Gorbulew - Árni Elliott, barnabörn, barnabarnabarn og systkini.

Gísli Blöndal - minning

Það var í byrjun árs 1972 sem ég hitti Gísla Blöndal í fyrsta skipti en þá hafði hann flust til baka með fjölskylduna á sínar heimaslóðir, Seyðisfjörð, en sjálfur hafði ég komið í Fjörðinn fagra fyrr um haustið. Gísli hafði komið til að taka við rekstri verslunarhluta fjölskyldufyrirtækisins Stál og með tilkomu Gísla kom ferskur blær í bæinn. Hann tók til hendinni og umbreytti versluninni og kom að auki með miklum krafti inn í félagslífið í bænum. Það var ekki annað hægt en að hrífast með og við tók lífsganga og vinátta sem varað hefur sl. 53 árin svo aldrei bar skugga á. Við félagarnir deildum um margt sömu lífsskoðunum og áhugamálin féllu vel saman. Þar má nefna velferð og uppgang samfélagsins okkar, íþróttalífið, tónlistina, félagslífið og hvaðeina annað sem gerir samfélag að betri og blómstrandi bæ. Tónlistin var Gísla í blóð borin og hann hafði á unglingsárum sínum spilað með skólahljómsveit á Eiðaskóla og lært á saxófón þegar hann var á Siglufirði.

Bæta við leslista