no image

Fylgja minningarsíðu

Gils Stefánsson

Fylgja minningarsíðu

5. febrúar 1945 - 12. maí 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Kveðja frá tengdasyni

Kæri tengdapabbi. Fyrir hartnær 30 árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér. Frá fyrsta degi bauðstu mig velkominn í fjölskylduna og ég á þér svo ótal margt að þakka.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá tengdasyni og afastrákum

Með sorg í hjarta kveðjum við tengdaföður og afa Gils Stefánsson. Gils og Logi, sem litu svo upp til afa síns, voru alltaf til í að fara í heimsókn og þá var sérstaklega vinsælt að fá að gista hjá afa og ömmu. Hann var alltaf til í að fara með þá í bíltúr á jeppunum sínum, stutta og langa bíltúra. Báðir strákarnir mínir og ég erum svo heppnir að hafa fengið að fara í fjallaferð með Gils og ferðafélögum hans og Logi síðast fyrir örfáum vikum. Minning sem mun lifa lengi með honum. Gils tók alltaf vel á móti manni, alveg sama hvar, hvenær og hann var alltaf til í að aðstoða mann með hvað sem er. Það var alltaf gott að koma til Gils og Rósu. Barnabörnin héldu mikið upp á hann enda var hann þeim alltaf svakalega góður og það var alltaf regla að fá rauðan opal hjá afa áður en þau fóru heim.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá tengdasyni

Komið er að kveðjustund kæri tengdapabbi og fátt um orð en mig langar þó að setja nokkur fátækleg á blað.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá afastelpum

Elsku afi.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá afabörnum

Afi var einstakur maður sem við kveðjum með miklum trega. Hann skilur eftir stórt skarð í hjörtum okkar allra.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá bróður

Ekki hefði mig órað fyrir að Gils bróðir kveddi svo fljótt og skyndilega. Virtist stálsleginn, fór alltaf til vinnu og engan bilbug á honum að finna. Úr því sem komið er verður maður að reyna að venjast því að fá ekki lengur upphringingu: „Sæll, ætlarðu á leikinn í kvöld? - OK, kem og næ í þig. Þú verður klár.“ Hans stíll að hafa ekki mörg orð um hlutina, en knöpp og meitluð tilsvör hans höfðu þeim mun meiri vigt. Orðheppinn og oft meinfyndinn í tilsvörum. Um það væri hægt að segja allnokkrar sögur. Ein verður þó látin duga: Gils hélt kött um tíma meðan þau Rósa bjuggu á Lækjargötunni. Eitt sinn bankar nágranni þeirra upp á og kvartar undan því við Gils að kötturinn þeirra sé sífellt að míga utan í bílinn hans. Gils hugsaði sig um andartak og sagði síðan: „Ég skal ræða þetta við hann!“

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá bróður

Gils, bróðir minn og vinur, varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 12. maí. Skyndilegt fráfall hans kom okkur sem næst honum stóðu algerlega í opna skjöldu, maðurinn í fullri vinnu og vel á sig kominn þótt kominn væri vel fram yfir löggild ellimannaviðmið og hafði engin áform um að hætta að vinna strax. Sagðist ekki vita hvað hann ætti að gera af sér ef hann hætti að vinna, hugnaðist ekki að leggjast í kör, en kannski má segja að óvænt og brátt andlát hafi verið í hans anda; hratt og öruggt, án tafa eða málalenginga. Gils var nefnilega ekki mikið gefinn fyrir að fresta hlutunum; ef eitthvað þurfti að framkvæma þá var best að gera það strax. Ég var honum stundum innan handar með eitt og annað smálegt og þá var það oftast á þessa leið: Hann hringdi og spurði: „Ertu heima, ég þarf að fá þig til að hjálpa mér, ég verð kominn eftir fimm mínútur.“ Þetta þurfti ekki að ræða frekar og hann var kominn eftir fimm. Annað sem hafði verið innréttað í hans skaphöfn var þrjóska og skapfesta, og það þurfti góð rök til að fá hann til að beygja af leið eða skipta um skoðun. Hann hafði ríka réttlætiskennd og óbeit á hvers kyns spillingu og óréttlæti. Hann var með eindæmum barngóður, hafði gaman af börnum en leiddist ekkert að stríða þeim á góðlátlegan hátt. Rauður ópal sem hann átti alltaf í vasanum lagaði allt ef stríðnin náði aðeins of langt. Þótt nokkur aldursmunur væri með okkur bræðrum höfum við verið í nálægð hvor annars alla tíð. Það sem tengdi okkur kannski mest saman var sameiginlegur áhugi á jeppum og ýmsu brasi sem þeim tengdist. Gils átti alla tíð einhverja jeppa og í seinni tíð talsvert breytta og held ég að þetta áhugamál hafi bara haldið honum ungum í anda, það eru allavega ekki margir menn sem komnir eru á hans aldur sem keyra um á ofurbreyttum bílum eins og Gils gerði. Árlegar ferðir okkar bræðra og frænda inn á Arnarvatnsheiði sem spanna nokkra áratugi aftur í tímann voru á árum áður oft æði skrautlegar og var Gils þar oftar en ekki framarlega í flokki þar sem menn höfðu endaskipti á hugtakinu „betri er krókur en kelda“; sneru því við og tóku frekar „kelduna“ til að reyna bæði á bíla og menn. Oft enduðu þessi kelduævintýri með brotnum drifsköftum og öxlum og stundum endaði heimferðin í spotta í bæinn ef ákefðin við að reyna á ökutækin gekk úr hófi fram. Þrátt fyrir ýmis slík áföll með bilaða eða brotna bíla gafst Gils aldrei upp, bara einfaldlega lagað snart og skjótt það sem brotið var og beyglað og beðið næstu ferðar. Gils hefur nú stigið upp í sinn Gullvagn og lagt í sína hinstu ferð. Ég, Alda og börnin okkar sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans allrar. Hvíl í friði bróðir sæll.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá félögum í FH

Gils Stefánsson vinur okkar og félagi til margra ára er fallinn frá. Félagsskapur okkar hefur staðið í áratugi og þar hefur félagið okkar Fimleikafélag Hafnarfjarðar bundið okkur traustum órjúfanlegum böndum.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Guðmundi Árna

Man eins og gerst hefði í gær. Ég var á fyrstu æfingunni minni með meistaraflokki FH í handbolta, 17 ára stráklingur. Með öllum ósigrandi stjörnunum í FH, sem maður hafði fylgst með frá barnsaldri. Það var skipt í lið. Ég sótti á vörnina og ein stjarnan, harðskeyttur og margreyndur varnarmaður, tók mig fastatökum og knúði mig á bak aftur, þar til hann lagði mig flatan nærri miðlínu vallar: „Lærðu eitt strákur; það fer enginn fram hjá mér! Og vertu fastari fyrir.“

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Gísla Frey

Gils Stefánsson, kæri ferðafélagi, og frændi.

no image

Bæta við leslista

Kveðja til pabba

Hvar skal byrja þegar máttarstólpi í lífi okkar hefur verið tekinn í burtu? Lífinu, eins og við þekktum það, er lokið og nú þurfum við að finna út hvernig við höldum áfram án elsku pabba. Hann pabbi okkar var, að okkar mati, enginn venjulegur maður. Hann var svo mikill ofurjaxl og eilífðarunglingur, bóngóður og beinskeyttur, traustur, trúr og tryggur sér og sínum. Pabbi var sannur vinur vina sinna og einstaklega frændrækinn. Hann gat ávallt flutt okkur tíðindi af frændfólki okkar nær og fjær og sá oftar en ekki um að kalla hópinn saman, sannkallaður fyrirliði og vítaskytta í þeim málum. Síðustu daga sína í þessari tilvist var hann að huga að einni slíkri stund í tilefni 100 ára afmælis móður sinnar, ömmu Bjargar, sem lést árið 1972. Sú stund hefur nú tekið breytingum og verður útfarardagur elsku pabba.

no image

Bæta við leslista