no image

Fylgja minningarsíðu

Gísli Guðmundsson

Fylgja minningarsíðu

31. desember 1912 - 19. desember 2009

Útför

Útför hefur farið fram.

Elsku pabbi minn.

Ekki var ég búin að undirbúa mig undir að skrifa minningargrein um þig. Einhvern veginn hélt ég að þú yrðir alltaf hjá mér eins og þú hefur verið fram að þessu, klettur mér við hlið. Dagarnir síðan þú fórst hafa verið tómir og skrýtnir. Ég get ekki verið eigingjörn, þú varst orðinn þreyttur, líkaminn farinn að bila þrátt fyrir að hugsunin og tjáningin hafi alltaf verið jafnskýr. Það fór sérstaklega illa í þig að geta ekki lesið lengur. Auður systir kom ávallt eftir vinnu og las fyrir þig þetta gerði þér kleift að fygjast jafnvel með þjóðmálunum og áður sem þú hafðir svo mikinn áhuga og sterkar skoðanir á. Þú hafðir rétt fyrir þér um peningamálin, þú talaðir í mörg ár um að þú skildir ekki viðskiptalífið og að þetta gæti ekki haldið áfram svona, enginn raunveruleg verðmæti væru á bak við þessi bréfaskipti. Þjóðin væru mun betur stödd í dag ef menn hefðu hlustað á visku manna af þinni kynslóð.

no image

Bæta við leslista

Kæri tengdapabbi,

Mig langar til þess að minnast tengdaföður míns Gísla Guðmundssonar með nokkrum fátæklegum orðum. Orð geta ekki orðið annað en fátækleg þegar góðs og lífsreynds manns er minnst í fáum orðum. Manns sem reyndi og sá margt á þeim nærri 97 árum sem hann lifði.

no image

Bæta við leslista

Hvíldu í friði elsku pabbi minn

Pabbi minn hefði orðið 97 ára í dag, en hann lést 19. desember sl. á líknardeild Landakots. Í dag afmælisdaginn hans verður kerið hans sett niður hjá mömmu. Pabbi bjó við fátækt í æsku. Amma var mikil dugnaðarkona, en hún þurfti að ala ein upp 4 drengi,og oft var þröngt í búi. Hann byrjaði að vinna mjög ungur sem blaðburðardrengur bar t.d. út Alþýðublaðið. Upp úr 11 ára aldri var hann sendill í Bernhöftsbakarí sem var á þeim tíma til húsa í Torfunni.

no image

Bæta við leslista

Elsku afi

Ég rita þessar línur til að minnast afa míns, þess manns sem mest áhrif hefur haft á líf mitt og mótað mig umfram aðra.

no image

Bæta við leslista

Elsku afi

Þannig er hinn vitri -- hann tranar sér ekki fram og verður fyrir því fremstur;

no image

Bæta við leslista

Elsku Gísli

Ég kveð þig með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir yndisleg og dýrmæt kynni. Þú varst einstakur maður sem bjóst yfir djúpri visku og hlýju sem lét engan ósnortinn.

Bæta við leslista

Vertu sæll afi minn

Ég var fyrsta barnabarn þitt og var ég eina barnabarnið fram á sjötta aldursárið. Þetta hafði í för með sér að þú og amma heitin hún Dagmar fóruð með mig fjórum sinnum á þessum árum til Mallorca á Spáni. Þaðan á ég mjög margar ljúfar og einstakar minningar, enda voru utanlandsferðir ekki eins tíðar og nú. Þessar ferðir voru miklar ævintýraferðir fyrir lítinn dreng. Ég vil þakka þér fyrir það.

no image

Bæta við leslista