Fylgja minningarsíðu
Friðrik Friðriksson
Fylgja minningarsíðu
26. júlí 1949 - 15. september 2025
Útför
Útför hefur farið fram.
Hinsta kveðja
Elsku pabbi minn, takk fyrir lífið með þér. Takk fyrir hlýja faðminn þinn, takk fyrir alla ástina og væntumþykjuna og takk fyrir að vera ástríkur afi drengjanna minna.
Bæta við leslista
Frá Kára, Magneu og Júlíönu
Afi var besti afinn. Hann var umhyggjusamur og sýndi okkur endalausa þolinmæði, ást og kærleik. Við fengum alla þá athygli sem við þurftum og vorum alltaf sett í fyrsta sæti, annað fékk þá að bíða, sama hvað það var.
Bæta við leslista
Hinsta kveðja og hjartans þökk.
Nú þegar hausta fer og laufin falla af trjánum knýr kaldara loft dyra og við kveðjum góðan mann. Sólargeislarnir sem ylja á köldum degi leiða okkur að fallegum minningum sem gefa okkur hlýju í hjartarætur.
Bæta við leslista
Góða ferð kæri vinur
Laugar í Reykjadal, nýir félagar, Sæmi Harðar, Fúsi og Frissi, og hljómsveit í burðarliðnum. Allt sem maður gat óskað sér á einum stað, skemmtilegur skóli, einstakir kennarar, og skólastjóri sem leið ekkert sem staðið gæti í vegi fyrir árangri nemenda og meira að segja vogaði sér að leggja hljómsveitina niður þegar einkunnir voru í frjálsu falli hjá okkur afburðanemendunum. Þá fórum við uppá háaloft í Þróttó, klæddum súðina að innan með eggjabökkum og æfðum sem aldrei fyrr. Ég komst inn í Laugaskóla með þeim fyrirvara að ég reddaði mér húsnæði utan skólans þar sem heimavistin væri fullbókuð. Það bjargaðist, ég fékk inni hinum megin við ána, á efstu hæð undir súð á Hólum. Þarna hittumst við fyrst, Friðrik Friðriksson, Þórlaugarsonur frá Dalvík og vinátta okkar var meitluð í stein. Bakgrunnur okkar var ekki ósvipaður, einstæðar, harðduglegar mæður frá sjávarþorpum sáu um að koma okkur á legg og hvetja til dáða. Laugaárin liðu hratt með ærslum, alvöru og kæruleysi, og hljómsveitin okkar félaganna varð heimsfræg, á Laugum. Í fyrsta helgarfríi bauð Frissi mér til Dalvíkur þar sem ég hitti Þórlaugu mömmu hans, einhverja dásamlegustu manneskju sem ég hef kynnst og átti ég eftir það samastað á Grundargötunni svo lengi sem hún lifði. Eftir Laugadvöl héldum við Frissi saman til Danmerkur, í lýðháskólanám. Nú tók við enn eitt ævintýrið þar sem ekkert var gefið eftir og væri sá tími efni í heila bók. Eftir Danmerkurdvölina hellti ég mér á kaf í tónlist og Friðrik lagði drög að sinni framtíð, en nær allan sinn stafsaldur starfaði hann hjá Sparisjóði Svarfdæla, þar af í 24 á sem sparisjóðsstjóri. En tengslin rofnuðu aldrei, við hittumst þegar færi gafst, ég mætti í fríum til Dalvíkur með fjölskylduna, við veiddum saman, siðuðum hvor annan til reglulega, en fyrst og síðast vorum við nánir og góðir vinir. Við treystum hvor öðrum fyrir erfiðleikum sem að okkur steðjuðu og glöddumst saman þegar vel gekk. Hann mætti, ásamt Marín, eiginkonu sinni, á tónleika í Hofi 14. september, þar sem ég og hópur tónlistarfólks heiðruðum Magnús Eiríksson. Daginn eftir var Frissi, þessi góði vinur minn, látinn. Fyrstu viðbrögð mín þegar Silja frænka hans hringdi í mig til að færa mér fréttirnar voru að tvinna saman blótsyrðum svona eins og mamma og Þórlaug létu fjúka þegar þeim þótti tilefni til, og sem við vinirnir höfðum lært af þeim. En svo rjátlaðist reiðin af mér þar sem ég sat og leyfði tárunum að flæða við árbakkann á Litluá í Kelduhverfi. Nú er hugur minn hjá elsku Marín, Kolbeini, Rakel, Þóru Hlín, afabörnunum og öðrum ættingjum. Þeirra er missirinn mestur.
Bæta við leslista
Traustur vinur kært kvaddur
„Frissi Þórlaugar Friðriksson spar kom að máli við kvartettinn í dag og vill ólmur standa að plötu. Þetta höfum við verið að spjalla um ásamt öðru.“
Bæta við leslista
Vinur
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta. Orð duga stundum lítt.
Bæta við leslista
Kveðja frá Göggu systur
Friðrik bròðir minn lést 14. september síðastliðinn.
Bæta við leslista
Hinsta kveðja
Friðrik Friðriksson, Frissi Spar, eins og hann var einatt kallaður, kvaddi þennan heim alltof snemma. Mikið var var leitt að heyra af andláti hans. Ég á svo margar og góðar minningar um þennan kæra samstarfsfélaga og vin. Friðrik réð mig unga til vinnu í Sparisjóði Svarfdæla, hvar hann var sparisjóðsstjóri um áratugaskeið. Hann sá eitthvað í mér og ég var honum þakklát fyrir það. Þegar mínum tíma lauk í sparisjóðnum höfðum við unnið saman í um 15 og héldum ávallt vinskap eftir það farsæla samstarf.
Bæta við leslista
Minningar mágkonu
Að frá fregnir af andláti einhvers sem var í fullu fjöri í gær er högg og tekur heilann nokkra stund að átta sig á. Mánudagurinn 15. september byrjaði eins og venjulegur mánudagur þangað til símtalið kom og veröldin snérist á hvolf. Við slíka fregn leitar hugurinn ósjálfrátt til baka.
Bæta við leslista
Friðrik Friðriksson
Friðrik Friðriksson.
Bæta við leslista
Frá Rikka og Fríðu
Hann Frissi vinur minn er farinn. Við vorum á leiðinni í Skjálfandafljótið daginn eftir að ég fékk þessar vondu fréttir af þér kæri vinur. En það er svolítið lýsandi fyrir þig. Þú varst stundum svolítið fljótfær, sem getur þó verið kostur þegar það á við, en stundum er gott að draga andann djúpt og íhuga málin aðeins betur.
Bæta við leslista
❤️
Það er með þungu hjarta sem ég kveð hálfbróður minn, Friðrik Friðriksson.♥️
Bæta við leslista