no image

Fylgja minningarsíðu

Friðborg Gísladóttir

Fylgja minningarsíðu

19. janúar 1949 - 13. september 2023

Andlátstilkynning

Friðborg Gísladóttir, Bíbí fæddist 19. janúar 1949. Hún lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 13. september 2023.

Útför

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Eftirlifandi eiginmaður er Birgir Sævar Kristjánsson fæddur 24. júlí 1942. Börn þeirra eru Dagbjört Birgisdóttir f. 2. október 1966, gift Ásmundi Kr Símonarsyni f. 19. september 1964. Dóttir þeirra Rebekka ´89, börn hennar Aðalheiður Borg og Theodór Ás ´17. Sólrún Birgisdóttir f. 4. júní 1968. Börn hennar Birgitta Sól ´98, Arnar Steinn ´02, Sævar Steinn ´06. Kristján Birgisson f. 2. maí 1971, dóttir hans Sunna Kristín ´01, gift Antoni Daða ´00.

Þakkir

Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landsspítalans í Kópavogi fyrir kærleiksríka umönnun.

Elsku Mamma

Mamma er magnað orð! Mamma er fyrsta orð sem flestir segja á sinni ævi. Orðið er þrungið tilfinningum, trausti og hugmyndum um að sama hvað á bjáti muni mamma koma til bjargar. En það er ekki lengur svo því nú hefur elsku mamma kvatt okkur í hinsta sinn eftir erfið veikindi til margra ára sem hún bar svo vel og hetjulega að við verðum vör við að fólk á bágt með að trúa því að hún sé farin.

no image

Bæta við leslista

Minning um dýrmætan fyrrum vinnufélaga

Sem unglingur átti ég því láni að fagna að eiga Bíbí að sem vinnufélaga nokkur sumur hjá versluninni Jes Zimsen, sem var á þeim tíma búsáhalda- og byggingavöruverslun í Hafnastræti. Bíbí var einstaklega hjálpsöm og laðaði samferðamenn sína að sér með dillandi hlátri, fallegu brosi og skemmtilegum frásögnum. Fyrir unglinginn var ómetanlegt að geta leitað til hennar með spurningar sem vöknuðu, til dæmis varðandi skrúfustærðir, lyklasmíði og hentugast kíttið, en ekki síður varðandi lífið sjálft.

Bæta við leslista