no image

Fylgja minningarsíðu

Friðbjört Gunnarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

15. júlí 1969 - 19. febrúar 2024

Andlátstilkynning

Elskuleg eiginkona mín og lífsförunautur, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir, Friðbjört Gunnarsdóttir lést 19.febrúar 2024

Útför

8. mars 2024 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Þórir Jónsson Magni Freyr Þórisson Karen Ósk Pétursdóttir Úlfur Magnason Daníel Þór Þórisson Ingunn Mía Blöndal Ása Hrönn Þórisdóttir Viktor Tumi Ólafsson Gunnar Skúli Viktorsson Elín Halldóra Jónsdóttir Jón Þór Sigurðsson Ásta Svendsen

Minning um Friðbjörtu Gunnarsdóttir

Elsku Fribba, það er óskaplega erfitt að þurfa að vera að skrifa minningargrein um þig sem fórst svo allt of fljótt frá okkur. Við sem vorum farnar að hittast aftur og ætluðum nú aldielis að rífa upp sambandið. Áttum svo mörg góð ár saman og hittumst mikið þegar krakkarnir okkar voru yngri. Bjuggum á sama tíma á Hjallabrautinni þegar þið fluttuð heim frá Svíþjóð og Þórir fór að vinna í Stoð. Góðir tímar en líka erfiðir þar sem þetta var þegar snjóflóðið féll á Flateyri, þinn heimabæ og þú misstir systir þína 15 ára gamla. Þá áttirðu oft erfitt. Ég man að ég leit þá stundum eftir Magna og Daníel fyrir ykkur, en þeir og Stella og Hörður, mín börn voru jafngömul og léku sér saman. Þægilegt að skreppa bara milli hæða. Svo fluttuð þið á Mosabarðið og við í Fagraberg og við kíktum oft í kaffi hvor til annarar og hittumst í barnaafmælum og öðrum uppákomum. Kynntumst fjölskyldum hvor annarar og áttum góðan tíma. Þú varst svo dugleg í blómastússi og allskonar föndri, prófaðir ýmislegt og við skiptumst á ráðum í kringum það allt saman. Fórum líka stundum með krakkana okkar upp í Heiðmörk og að Hvaleyrarvatni. Þú varst svo mikil mamma og dugleg með krakkana ykkar.

Bæta við leslista

Orðsending til þín

Elsku Fribba mín. Ég sakna þín óskaplega. Undanfarna daga hef ég flétt í gegnum myndir og áttað mig á því, sem ég vissi þó innst inni, hvað við höfum verið samrýmd og samtaka í öllu því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Við áttum frábært líf saman. Ég sakna þín og ég sakna þess. Manstu þegar við vorum að skjóta okkur saman á rúntinum á Escortinum þínum? Manstu þegar við fluttum til Svíþjóðar með aleiguna í tveim ferðatöskum? Og þegar strákarnir okkar Magni og Daníel litu heiminn augum? Manstu þegar við fluttum heim aftur, litla fjölskyldan með fullan gám af búslóð og hausa fulla af fróðleik eftir nokkurra ára nám í landinu sem við þá yfirgáfum? Stuttu síðar þurftum við að takast á við mikla sorg og mikinn missi þegar snjóflóðið á Flateyri hjó stórt skarð í samfélagið þar. Það tók meðal annars Ásu systur þína og við þurftum virkilega á styrk hvors annars að halda.

no image

Bæta við leslista