Fylgja minningarsíðu
Fjölnir Lúðvígsson
Fylgja minningarsíðu
30. maí 1962 - 8. júlí 2019
Útför
Útför hefur farið fram.
Frá Helgu Lind <3
Elsku pabbi.
Bæta við leslista
Frá Birtu
Elsku pabbi, það sem lífið getur verið ósanngjarnt!
Bæta við leslista
Frá Rúnari Mána
Elsku pabbi minn, ég er endalaust þakklátur fyrir að þú komst inn í líf mitt þegar ég var eins árs. Þú hefur kennt mér svo margt og gert mig að manninum sem ég er í dag. Ég hefði ekki geta eignast betri pabba og föðurfjölskyldu sem tók mér strax með opnum örmum, ást og hlýju. Alltaf hefur þú stutt við bakið á mér og við höfum alltaf verið góðir vinir. Ég á eftir að hugsa um þig allt mitt líf með hlýju í hjarta. Ég mun halda minningu þinni á lofti með því að segja litlu stelpunni minni, sem kemur í heiminn í desember, sögur af þér. Þannig mun hún fá að vita hvað hún átti góðan afa. Ég elska þig og mun sakna þín og við öll. Tími okkar var of stuttur en hann var ómetanlegur og þú kenndir mér að lífið er ekki alltaf dans á rósum og að við eigum að njóta augnabliksins. Vera ófeimin við að tjá tilfinningar, taka lífinu ekki sem sjálfsögðum hlut.
Bæta við leslista
Frá Helgu tengdamömmu
Elsku besti Fjölli minn.
Bæta við leslista
Frá Guðnýju og Binnga
Í dag kveðjum við yndislegan bróður og mág sem kveður okkur allt of snemma aðeins 57 ára eftir erfið veikindi síðastliðin tvö ár. Hann var alltaf svo duglegur og handlaginn bæði til vinnu og heima hjá sér og mikill fjölskyldumaður. Hann var líka góður frændi og sakna þau frænda síns mjög mikið. Við áttum margar útilegurnar saman og varð Úlfljótsvatn oftast fyrir valinu því þar var hægt að sitja við vatnið langt fram á kvöld við veiðar. Það eru 20 ár síðan við fórum öll saman til Benidorm, sem var ógleymanleg ferð. Árið 2003 fórum við hringinn í kringum landið saman ásamt Bjössa bróður og fjölskyldu.Við eigum eftir að sakna Fjölla mikið en minningin um góðan dreng lifir. Elsku Ingibjörg, börn, tengdabörn og barnabörn, megi kærleikurinn umvefja ykkur og styrkja.
Bæta við leslista
Frá Bigga bróður
Árið var 1962 í maímánuði sem mér var komið fyrir í pössun hjá móðurfólki en saknaði mömmu mikið og skildi ekki hvers vegna ég mátti ekki vera hjá henni. Það var farið með mig í Laugardalinn á leikjanámskeið en ég strauk þaðan og tók strikið í átt að Gnoðavogi 24 sem var heilmikið ferðalag fyrir tæplega fimm ára gutta. Þegar ég kom kom hringdi ég bjöllunni og ókunnug kona svaraði. Að sjálfsögðu kallaði ég :"Mamma,mamma !" og var mér hleypt upp. Mamma kallaði í konuna :Guð minn góður! BIggi!" en sagði svo með lægri röddu: "komdu inn, Biggi minn." Þegar inn var komið í myrkvað herbergið sá ég vöggu og pínulítil mannvera lá í henni. Ég stóð þarna agndofa og horfði,þarna vissi ég að ég myndi elska þennan litla bróður minn alla mína ævi.
Bæta við leslista
Frá Guðfinnu
Elsku Fjölli, mágur minn og vinur er látinn
Bæta við leslista
Frá systkinunum úr sveitinni
Elsku Fjölli okkar
Bæta við leslista
Frá Hirti
Eilífur eldur.
Bæta við leslista