no image

Fylgja minningarsíðu

Fjóla Ákadóttir

Fylgja minningarsíðu

17. janúar 1940 - 8. desember 2023

Andlátstilkynning

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Fjóla Ákadóttir frá Brekku Djúpavogi lést föstudaginn 8. desember á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri. Útför fer fram frá Glerárkirkju

Útför

21. desember 2023 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Sigurður Elísson Jóhanna Guðnadóttir Áslaug Elísdóttir Björn Hermannsson Erla Vala Elísdóttir Stefanía Fjóla Elísdóttir Alejandro Guillen Mellado Ragna Valdís Elísdóttir Herbert Harðarson Elís Pétur Elísson Helga Rakel Arnardóttir Bryndís Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Þakkir

Hjartans þakkir færum við starfs- og heimilisfólki á Hlíð og þakkir fyrir auðsýnda samúð.

Elsku amma

Hún amma mín Fjóla Ákadóttir hefur fengið hvíldina sína. Hún varði síðasta kvöldinu sínu með mörgu af sínu nánasta fólki með bros á vör og glöð með sitt ríkidæmi sem hún var svo stolt af.

no image

Bæta við leslista

Elsku mamma mín

Elsku mamma mín. Þú hefur kennt mér svo margt, þó ég geti ekki leikið það allt eftir þá gafstu mér trú á að ég gæti svo margt. Þú stappaðir í mig stálinu þegar ég þurfti á að halda og hlúðir að því sem þér var unnt. Þú kenndir mér að láta engan vaða yfir mig. Þú varst óhrædd að segja skoðun þína þó þú hafir ekki verið gefin fyrir margmenni eða sviðsljósið, hrein og bein og umfram allt sterk kona sem hélst fjölskyldunni okkar saman, akkerið okkar og þú og pabbi kjölfestan okkar. Þú varst sönn og aldrei að þykjast. Fallegt heimilið umvafði okkur þegar við þurftum á að halda en þar var alltaf líf og fjör og opið öllum eins og vinum mínum sem elskuðu að vera á okkar heimili enda voru þau velkomin án skilyrða. Þú tókst öllum eins. Pabbi var vanur að segja þar sem er nóg hjartarúm þar er nóg pláss. Það kom svo oft í þinn hlut að taka á móti fólki. Heimilið okkar var sem töfrastaður prýtt fallega handverkinu þínu. Einstaklega natin við það sem þú tókst þér fyrir hendur og fagurkeri fram í fingurgóma. Heimilið var baðað í tónlist og góðum mat og bakkelsi. Ég elskaði afmælin sem þú hélst fyrir okkur með glæsilega skreyttum rjómatertum. Það léku öll verk í höndum þér. Þú varst alltaf til í að sauma á mig föt eða hekla handa mér tösku og lagðir þig alla fram til að verða við óskum mínum og framkvæma hugmyndir mínar. Þegar ég síðan bjó mér heimili saumaðir þú ótal gardínur fyrir mig og ég fékk að taka þátt. Þú kenndir mér að strekkja dúka, gera laufabrauð, baka, vanda mig, kenndir mér að hafa skynbragð á hvað væri vel uninn handavinna, hirða um þvott, skreyta og hafa ekki áhyggjur af hvað öðrum fyndist um mig. Þú gafst mér frelsi og umhyggju og umfram allt treystirðu mér. Við vorum miklar vinkonur og ég gat ekki af þér séð. Pabbi var vanur að segja brosandi að það hafi gleymst að klippa á naflastrenginn þegar ég fæddist. Þú studdir mig í því sem ég tók mér fyrir hendur, varst einstök amma barnanna minna sem elskuðu að heimsækja þig að ekki sé minnst á allar ferðirnar okkar um landið. Sumarbústaðaferðir um landið að ógleymdum heimsóknum þínum til okkar þegar við bjuggum í Danmörku. Og í seinni tíð bíltúra og dagsrúnta með ísferðum sem við elskuðum öll. Ég fékk að vera með þér í sláturtíð og það var gott að koma við og kíkja á mömmu sína þegar þú vannst í kaupfélaginu. Þú kenndir mér að halda í hefðir og gildi eins og jólahefðir sem ég er stolt og þakklát fyrir að geta haldið í á mínu heimili. Þú leyfðir mér líka að taka þátt í því sem þú varst að ganga í gegnum á lífsleiðinn. Fegurð þín var innan sem utan og glæsileiki þinn fór ekki framhjá neinum, þú settir svip þinn hvar sem þú komst. Allt var myndarlegt í kringum þig. Ég elskaði að syngja með þér og hlusta á tónlist og það þurfti ekki mikið tilstand, nóg að vera bara heima enda voru plöturnar þínar þegar ég var að alast upp gullnáma. Návist þín og nærvera ógleymanleg. 

Bæta við leslista

Elsku Mamma mín

Elsku mamma mín, mér finnst erfitt að sitja hér og hugsa til þess að nú sért þú dáin, veit ekki alveg hvernig mér líður með það en fynnst það bæði sárt og skrítið. En mér fynnst líka gott að hugsa til þess að nú sért þú kominn til Pabba og til Áka bróður og ekki síst til Áka pabba þíns sem þú sagðir mér svo oft frá með sérstakri aðdáun í röddinni og bliki í augunum, hann var í sérstöku uppáhaldi hjá þér og eitthvernvegin fynnst mér ég þekkja hann í gegnum sögurnar sem þú hefur sagt mér í gegnum tíðina af honum. Þú varst alltaf litla stelpan hans.

Bæta við leslista

Fjóla Ákadóttir

Í dag fylgdi ég Fjólu Ákadóttur, móðursystur minni og uppeldissystur, til grafar. Mjög falleg athöfn þar sem börnin hennar sungu meðal annars eitt fallegt lag.

Bæta við leslista