no image

Fylgja minningarsíðu

Eysteinn Bragason

Fylgja minningarsíðu

12. ágúst 1964 - 26. janúar 2022

Andlátstilkynning

Okkar ástkæri Eysteinn Bragason sjómaður lést 26 janúar 2022. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Minningin lifir um góðan dreng.

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Hrefna Guðmundsdóttir Bragi Emilsson Systkini hans og aðrir aðstandendur.

Eysteinn Bragason

Elsku Eysteinn minn.Ég sit hér með tárin í augunum og á bara erfitt með að trúa að þú sért farin frá okkur.Vil ekki meðtaka það að ég fæ ekki að sjá þig aftur,halda í höndina þína,fikta í litlu eyrnasneplunum þínum,kyssa og knúsa.Síðustu dagar eru búnir að vera glataðir án þín.Finnst svo erfitt að geta ekki hringt í þig og sent þér sms.Þú varst líf mitt og erfitt að ég eigi svo bara að halda áfram án þín.Milla bíður alltaf eftir þér og skilur ekki neitt í þessu.Göngutúrarnir verða einmannaleigir án þín.Sakna að heyra ekki hláturinn í þér þegar þið voruð að fíflast í hvort öðru.Elska þig svo mikið ástin mín að ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera án þín sæti minn.Ég er svo glöð að við fórum í ferðina okkar til edenborgar hún var yndisleg og við ætluðum aftur í sumar.Er bara virkilega erfitt að hafa þig ekki hjá mér,bíð alltaf eftir að þú setjir lyklana í skráargatið og spyrð hvort Milla sé enn í bælinu,alltaf kíktir þú fyrst á hana.Þið voruð bara svo skotin í hvort öðru.Strákunum þykir svo vænt um þig og eiga erfitt með að trúa þessu.Ég elska þig svo mikið ástin mín og eigum við strákarnir eftir að sakna þín mikið og er bara skrýtið að þú sért ekki í lífi okkar lengur.Búin að elska þig svo lengi og mun alltaf gera.Þín Hrefna ❤😔💔

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason f. 12. ágúst 1964, d. 26. janúar 2022

Eysteinn Bragason, góður vinur og æskufélagi, lést af slysförum á Sundunum í Reykjavík 26. janúar 2022. Hann byrjaði ungur til sjós og var sjómaður að ævistarfi, á fiskibátum. Hann hafði nýlokið við að taka skipstjórnarréttindi á smábát sem hann festi kaup á í fyrra og byrjaði þá að gera út. Það hefði hentað honum vel að stunda strandveiðar, einn, eða með félaga um borð. Hann var í eðli sínu einfari, feiminn. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. 

no image

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason

úfff elsku Eysteinn minn.Það er svo skrýtið að tala við þig hér,vantar þig svo mikið.Dagarnir eru búnir að vera svo tilganglausir án þín sé bara ekki tilgang með neinu.Við Milla höfum voða lítið farið út í göngutúr.Ég er að reyna að vera sterk en það er stundum erfitt og ég græt bara finnst þetta svo óréttlátt.Ég og Milla sofum með skyrtuna þína og finnum lyktina af þér,hún á það til að urra á mig ef ég laga hana,þú veist hvernig hún getur látið.Mig dreymir þig á hverri nóttu og verð pínu fúl þegar ég vakna og raunveruleikinn tekur við.Ég sakna þín svo mikið og er alltaf að vona að þetta sé bara vondur draumur eins og um daginn þegar mig dreymdi að þú sagðir þetta bara vera mistök.Það er bara eitthvað svo fáranlegt að þú sért farinn,þú ert ekki bara kærasti minn þú ert besti vinur minn og ég gat verið bara ég sjálf og sagt þér allt ástin mín.Og það var svo gott að heyra þig segja ég elska þig Htefna mín.já ég veit að ég blaðra svolítið við myndina af þér áður en ég kyssi þig góða nótt en þú hefur alltaf vitað að ég get alveg blaðrað.Og ef þið mamma spilið kasínu þá manstu að ég er kasínumeistarinn.Elsku besti Eysteinn minn ég ætla að stoppa blaðrið núna,ég veit að þú og Lúlli passið mig Millu og strákana og þú manst að ég elska þig alveg gommu og sakna þín alveg hrikalega.Love you þín Hrefna❤

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason

Elsku ástin mín.Ég veit ekki hvernig ég á að fara að þessu án þín.Ég er bara buguð af sorg og græt bara í tíma og ótíma.Ég er að reyna að vera sterk en ég er það ekki.Ég sakna þín svo mikið að ég er að springa,litla hjarta mitt er í molum.Hvað á ég að gera mig vantar þig svo mikið.Mig dreymdi í nótt að ég var að tala við þig í síman og þetta voru bara mistök og ég sagðist vera á leið til þín því mig langaði svo að fikta í hárinu þínu og kyssa þig.En svo vaknaði ég og var ekki sátt,mig langar bara að sofa því þá ertu hjá mér.Ég á bara svolítið erfitt með að trúa þessu.skil ekki afhverju hann þurfti að velja þig svo fljótt.Er frekar fúl útí hann og ég má það.Sakna þín alveg hrikalega mikið og finnst þetta unfear.Elska þig gommu og Milla gerir það líka.koss koss og knús ástin mín.þín Hrefna❤😔💔

no image

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason

Fjórar vikur í dag ástin mín😔 það er allt á kafi í snjó en við Milla höfum ekkert farið að renna okkur á snjóþotunni,það vantar þig.Það var svo gaman að sjá þig renna þér á henni,pínulítil snjóþota.Við gátum stundum látið eins og smákrakkar.Það er bara engin gleði í gangi núna.Finnst svo fúlt að hann hafi þurft á þér að halda svona snemma.Svo er Milla þannig núna að ég þarf að mata hana með stöngunum þvi þú komst henni uppá þetta að láta mata sig,meiri dekurrófan þessi mýsla en hún er alltaf að bíða eftir þér sæti minn þegar dínglað er þá heldur hún að þú sért að koma og rýkur að hurðinni.Ég er líka að bíða því mér finnst þetta bara vera svo óraunverulegt en ég veit þú ert hjá okkur.Elska þig svo mikið ástin mín og sakna þín alveg rosalega.þín Hrefna ❤💔😔

no image

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason

Elska þig Eysteinn minn og sakna þín hrikalega mikið ❤ þín Hrefna 💔😔❤

no image

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason

Ástin mín.Ég er ekki enn að trúa þessu og ég get bara ekki sætt mig við að ég sjái þig ekki aftur.Mér finnst þetta bara vera einhvert plat.Þetta er allt svo glatað.Vantar svo að hafa þig í bílnum hjá mér og halda í hendina þína meðan ég keyri.Ég viðurkenni að mér fannst betra að ég keyrði því mér fannst þú keyra svo hægt.Ég tala nú samt enn við þig í bílnum því mér finnst þú vera með mér.Að vera búin að þekkjast i tuttugu ár og svo loksins par,gerði mig svo hamingjusama,þú gerðir mig hamingjusama ástin mín.Ég elska þig svo mikið Eysteinn að sumir dagar án þín eru óbærilegir og mér verður bara íllt í hjartanu af söknuði og ég græt bara og langar hreinlega að vera með þér í sumarlandinu.Mér finnst svo ósanngjarnt að þú varst tekin frá mér og okkur öllum.Systur þínar eru búnar að reynast mér svo vel.þær eru yndislegar eins og þú sæti minn.Ég þori ekki að segja nafnið þitt við Millu því þá heldur hún að þú sért að koma,alltaf þegar þú komst og ég sagði Eysteinn er að koma þá ýskraði í henni af gleði,hún elskar þig svo mikið.þetta er svo einmannalegt án þín elskan mín.Sakna þín sæti minn og elska þig svo mikið.Þín Hrefna ❤💔😔

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason

Sæti minn.Það eru að verða tveir mánuðir síðan þú fórst í sumarlandið,,,sumarlandið asnalegt að segja það því þetta er eitthvað svo galið.jaa eiginlega bara útí hött sæti minn.ég veit ekki hvort það verði lokað á mig hér fyrir að vera að blaðra hér við þig en það kemur í ljós.Get alveg viðurkennt það elskan að þetta er búið að vera erfitt og dagarnir einmannalegir.Ég mæti allavega í vinnuna og geri mitt besta þar.Er nú ekki búin að vera dugleg að fara með mýsluna út í göngu á bara erfitt með það því það vantar þig með okkur en ég er að fá hjálp og þetta kemur einn daginn,eins og strákarnir niðurfrá sögðu ,,,Hrefna miða við það sem þú ert búin að lenda í síðustu árin þá ættir þú að vera á geðdeild,,Þú veist að ég stend alltaf á mínum tveimum elskan og geri mitt besta.Mig dreymir þig svo mikið og í fyrrinótt þá vorum við að tala í símann og þú í sumarlandinu ég sagði við þig að mig vantaði þig svo hjá mér og vildi að þú myndir halda utan um mig og þú sagðir að þú kæmir kl þrjú um nóttina og þú myndir taka utan um mig þá.Ég vil trúa því að þú hafir gert það elskan.Og mig langar í faðmlag á hverri nóttu frá þér.Við söknum þín svo mikið sæti minn.Ég vona bara að þér líði vel og þú spilir kasinu við gömlu annað slagið,gefðu henni koss og knús frá mér.Elska þig Eysteinn minn og sakna þín hrikalega mikið.Þín Hrefna 💔❤💕❤

Bæta við leslista

GEGN UM HOLT OG HÆÐIR

Gegnum holt og hæðir heyri ég og sé. Það sem var í þátíð Og það sem á að ske. Ég sé í gegnum sortann Ég sé svo vel í gegn. Ég veit ei neitt um veginn Mér verður það um megn. Ég heyri horfnar raddir, hvísla fornan seið. Ég geng í gegnum veggi Mér gefst ekki önnur leið Að eiga svör við öllu En ekki neina spurn.Að eiga blóma í eggi En ekki neina skurn. Ég heyri horfnar raddir hvísla fornan seið Ég geng í gegnum veggi Mér gefst ekki önnur leið. Því er ekki auðvelt að eiga þessi völd. Að skynja hvað er handan við heimsins gluggatjöld.

Bæta við leslista

Hvað er handan við heimsins gluggatjöld

Þeir sem hafa hreint hjarta trúa því að flestir menn séu góðir. Þannig leist þú á á fólk og aldrei veit ég til þess að þú hafir reynt að breyta eða stjórna nokkurri manneskju, þú þvert á móti hvattir fólk til að vera það sjálft og fylgið sér. Þú sást alltaf það góða í fari fólks. Mér fannst þú alltof hrekklaus með of mikla trú á fólki.

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason

Elska þig svo mikið ástin mín og sakna þín gifurleg 😢💔❤ þín Hrefna ❤

no image

Bæta við leslista

Kveðið eftir vin minn

Elsku Eysteinn svo rólegur og samt var alltaf allt í hlàtuskasti í kringum þig . Þú leyfðir fólki að vera það sjàlft í sem er hæfileiki snillinga, engin boð og bönn Það birti alltaf yfir mèr þegar þú pantaðir mig à leigubilnum skutl því þeim ferðum hlóstu og grínaðist og hermdir eftir samferðafólkinu hvort sem þad var með i bilnum eða ekki . Í eitt skiptið nàði èg að keyra yfir kant og komast í álnir fyrir framan húsið

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason

Elsku Eysteinn minn.sakna þín svo mikið,dreymdi þig í nótt elskan og það er rosalega erfitt að sleppa takinu á þér.Ég vildi óska að þú værir hér með okkur sæti minn.Þetta er allt eitthvað svo einmannalegt án þín.Vantar svo að geta tala við þig,gat sagt þér allt og bara heyra hláturinn þinn.Strákarnir og Milla sakna þín líka.Elska þig svo mikið sæti minn og finnst þetta svo unfear að þú sért farinn.Við ætluðum að gera svo mikið saman og finnst óréttlátt að við fáum ekki að vera gömul saman.Elska þig sæti minn og sakna þín svo mikið að enginn orð geta lýst þvi.Elska þig alltaf og munt ávallt vera í hjarta mínu.❤ þín Hrefna 😔❤

Bæta við leslista

Kveðja frá systrum

Elsku bróðir okkar í dag 12 ágúst hefðir þú orðið 58 ára. Bryndís man að það var sólbjartur dagur þegar þú fæddist í sigurkufli í húsinu Vegamótum. Afskaplega fallegt og brosmilt barn og seinna myndarlegur og góður maður. Við systur þínar deilum með þér þínum svarta húmor og höfðum gaman að því þegar við vorum saman þá talaðirðu um okkur sem við systurnar. Oft var farið á trúnó eins og systur gera. Bostonferð sem þú bauðst okkur svo rausnarlega í árið 2019 var ógleymanleg í alla staði og er okkur dýrmæt í dag að hafa farið saman. Okkar besta kvöld var niðri á bryggju á eldgömlum humar veitingastað og margar sögur sagðar og mikið hlegið. Þú varst einstaklega góður sögumaður og hafðir þennan dásamlega smitandi hlátur.

no image

Bæta við leslista

Eysteinn Bragason

Elsku Eysteinn minn ❤ úfff hvað éģ sakna þín mikið.Það er að verða ár síðan þú fórst í sumarlandið.Ég viðurkenni að stundum verð ég bara reið og langar að öskra og sparka í hluti...af hverju baðstu mig ekki um aðstoð að færa Millu.Þetta ár er búið að vera mjög einmannalegt og skrýtið án þín,þú varst alltaf til staðar svo allt í einu bara púffff farin.Tekin frá okkur á núll einni.Við vorum búin að tala um það í mörg ár að verða gömul saman ástin mín.Ég veit þú fylgist með okkur og ég finn stundum fyrir þér,þegar þú komst við höfuðið mitt og svo fætur,þegar ég var að fara að sofa.Ég sagði stelpunum í vinnuni þetta og þær spurðu mig hvort ég yrði ekki hrædd þegar ég finn svona ein á nóttuni...nei sagði ég,því ég veit þetta er Eysteinn minn ❤ og eins þegar þú kveikir á sjónvarpinu þegar ég slekk á þvi.Ég veit að þetta ert þú að láta vita af þér ástin mín og mér finnst það gott og ekki hætta því sæti minn 💕

no image

Bæta við leslista

Eysteinn

Elsku Eysteinn

Bæta við leslista

Hæ pabbi

Hvað segist? Ertu ekki bara góður? Ég ætlaði alltaf að skrifa eitthvað smá hérna inn á en fann aldrei réttu orðin. Það er nú rétt að við vorum aldrei þannig nánir í lifandi lífi, en þú varst alltaf svona í baksýnisspeglinum að fylgjast með, eins og þú ert örugglega að gera núna en í þetta sinn ertu að horfa niður, sitjandi við háborðið með lykla Pétri og himnafeðgunum eins og skáldið sagði fyrir stuttu. Ég man einu sinni þegar ég og mamma komum í heimsókn til þín þegar þú áttir íbúð einhversstaðar í nágrenni Laugarvegarsins. Ég var örugglega orðinn að minnsta kosti fimm ára út af því að ég man ennþá eftir nokkrum augnablikum frá heimsókninni. Ég man eftir að hafa setið í einhversskonar sæti, eða sófa, það man ég ekki alveg beint, og þú sast ská á móti mér. Ég fletti í Toys'R'Us blaði á meðan við töluðum saman. Það var nú aðalsportið á þeim tíma, að skoða nýjustu tæki og tól í leikfangabúðinni á Smáratorginu. Svo endaði heimsóknin þannig að ég og mamma skutluðum þér niður að bryggju þar sem beið þín skip sem þú áttir að fara með í nokkra daga.

Bæta við leslista