no image

Fylgja minningarsíðu

Eyrún Antonsdóttir

Fylgja minningarsíðu

24. mars 1954 - 19. mars 2024

Andlátstilkynning

Okkar ástæra eiginkona, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, Eyrún Antonsdóttir lést þriðjudaginn 19. mars á Spáni.

Útför

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Guðjón Sverrir Agnarsson, Rúnar Halldórsson, Marin Jóhönnudóttir, Arnar Halldórsson, Agnes Sif Agnarsdóttir, Jóna Björg Halldórsdóttir, Sindri Snæsson. Sigga Ey, Absalon Rúnarsbörn Ýmir, Móeiður Örk og Melkorka Arnarsbörn Eldar, Breki, Vaka, Saga Jónubörn

Ljósgeisli

Elsku mamma var sannkallaður ljósgeisli og gleðigjafi. Fædd í Efstasundinu í Reykjavík. Númer 70. Það var lifandi og fjörugt heimili, opið hverjum þeim sem vildu koma — þar vorum við öll velkomin. Sem barn var hún ekki mikið fyrir dúkkur og dúllerí; fyrir henni snerist lífið um ævintýri og útiveru. Fá helst svolitla mold undir neglurnar. Mamma helgaði líf sitt því að hjálpa öðrum. Hún var lyfjafræðingur að mennt og starfaði sem slikur. Hún bjó um árabil í Noregi og lét auk þess gott af sér leiða í störfum sínum fyrir Rauða krossinn á Suðurnesjum. Síðustu árin á Spáni voru svo sannur gleðikafli, fylltur nýrri reynslu og auðvitað ævintýrum, sem veittu henni svo mikla gleði. Mamma hafði þann góða hæfileika að sjá alltaf björtu hliðarnar á öllu og öllum. Hún var líka andlega þenkjandi, á sinn einstaka hátt. Hún fann alltaf einhverja dýpri merkingu í hversdagsleikanum – en hélt því bara fyrir sig.  Hún hafði sérstakt lag á því að láta öllum líða vel, dæmdi aldrei, heldur deildi sínum hlýja faðmi og stóra hjarta með öllum. Skilyrðislaust. Mamma var hagleikskona og elskaði að vinna í höndunum, hvort sem það var að sauma eða gera upp gamla hluti og gefa þeim nýjan tilgang. Og allt skyldi að sjálfsögðu vera í röð og reglu. Hver hlutur átti sinn stað í sínum kassa, merktur með snyrtilegri handskrift. Heima við kenndi hún okkur að hið sanna virði liggur ekki í að kaupa eða eiga veraldlega hluti — heldur í minningunum sem við sköpum saman. Að hvert augnablik með okkar nánustu er gjöf. Hún kenndi okkur að meta fegurðina í einfaldleikanum og minnti okkur á að það er hláturinn sem við deilum og friðurinn innra með okkur sem skiptir mestu. Þegar við minnumst hennar hér saman, gerum við það með dulitlu brosi út í annað – því henni fyndist þetta væntanlega alltof mikið umstang. Að við værum að gera alltof mikið úr þessu öllusaman. En þetta er okkar leið til að minnast hennar. Þessa ótrúlega bjarta og milda ljóss sem hún var í lífi okkar allra. Ljóss sem mun halda áfram að lýsa okkur leiðina áfram og fylla okkur bjartsýni og von um alla framtíð. 'Your living is determined not so much by what life brings to you as by the attitude you bring to life; not so much by what happens to you as by the way your mind looks at what happens" – Kahlil Gibran

Bæta við leslista

Eyrún lifði í gegnum ást

Eyrún var manneskja sem lifði gegnum ást.  Hún gaf ást og þótti vænt um margar manneskjur.  Og var alltaf tilbúin að gefa gleði sína og hlýju til allra í kringum sig.

Bæta við leslista

Öll þín ást

Elsku Eyrún

no image

Bæta við leslista

Kveðjuorð til kærrar vinkonu.

Nú þegar Eyrún vinkona okkar hefur lagt af stað í hinstu ferðina, viljum við setja hér inn á síðuna nokkur kveðjuorð og þakklæti fyrir góða og trygga vináttu.

Bæta við leslista