Fylgja minningarsíðu
Erna Ágústsdóttir
Fylgja minningarsíðu
9. september 1940 - 30. mars 2022
Elsku mamma
Elsku mamma. Þá er komið að kveðjustund, fyrsta meðvitaða hugsunin mín var um þína alltumlykjandi arma, að hvíla í faðminum þínum var það besta í heiminum fyrir pínulítinn strák. Miðvikudaginn 30. mars var komið að því að skila faðmlaginu til baka og þú dróst síðasta andardráttinn seint að kvöldi í örmum þinna nánustu. Stundin var erfið en um leið góð því við vissum að dauðinn var þér líkn, alzheimersjúkdómurinn hafði læst í þig klónum af fullum þunga þremur árum áður.
Bæta við leslista
Elsku mamma, takk fyrir allt og allt
Elsku mamma, takk fyrir allt og allt, farðu vel og njóttu á nýjum stað. Ég efast ekki um að það verði fjör hjá þér. Það verður örugglega nóg að stússast og eitthvað hægt að flakka um. Vona að það séu einhverjar búðir þar sem þú ert núna og jazz, það er ég viss um að það er jazztónlist allt í kringum þig.
Bæta við leslista
Elsku besta mamma mín
Elsku besta mamma mín, mikið sem tilveran er breytt og tómleg án þín.
Bæta við leslista
Elsku Erna
Elsku Erna! Mig langar að minnast þín og þakka þér samfylgdina í gegnum árin.
Bæta við leslista
Elsku Erna, þá er komið að kveðjustund
Elsku Erna. Þá er komið að kveðjustund og henni fylgir mikill söknuður en um leið léttir yfir því að þú sért búin að fá hvíldina sem ég vissi að þú þráðir. Hvíldina frá alzheimersjúkdómnum en skuggi hans hefur fylgt þér eftir að þú horfðir á þína nánustu verða honum að bráð og loks krækti sjúkdómurinn klónum í þig. Þinn mesti ótti varð að raunveruleika og þú gerðir allt til að berjast á móti þessum fjanda en í dag er hann ósigrandi.
Bæta við leslista
Elsku amma okkar
Elsku amma okkar er fallin frá. Hún var líf partísins, alltaf með rauðvín við höndina og annað slagið sterkt skot og sígarettu. Hún elskaði að hafa gaman og gleði hennar og hlátur lýsti upp öll herbergi, það var oft ekki annað hægt en að vera í góðu skapi í návist ömmu. Hún var dýrkuð og dáð af flestum og þar voru hundar fjölskyldunnar engin undantekning. Þeir eltu hana hvert sem hún fór og vonuðust til að amma myndi lauma að þeim einhverju góðgæti eins og hún gerði oft. Hún skildi aldrei hvers vegna hundarnir mættu ekki fá nokkrar súkkulaðirúsínur, að hennar mati gerðu þær þeim bara gott.
Bæta við leslista
Það var algjör draumur að eiga ömmu eins og þig
Það var algjör draumur að eiga ömmu eins og þig. Að fá að þekkja þig svona vel, verja með þér svona miklum tíma og læra í leiðinni svo margt af þér. Allar minningarnar úr sumó, stússið eftir skóla og huggulegheitin heima í Jöklaseli. Að vera í kringum þig veitti mér öryggi og lífið var gott. Við spjölluðum um heima og geima á meðan við gæddum okkur á ristuðu brauði, sem var best hjá þér, eða sátum bara í þögninni, sem gerðist kannski ekki oft í okkar tilfelli. Ég sé þig fyrir mér núna, elsku amma, standandi fyrir framan gluggann uppi í bústað að horfa út á vatnið raulandi eitthvað gamalt og gott við undirspil Þingvallavatns og fuglasöngsins úti. Svo heyrist: Jæja, þarna kemur afi þinn.
Bæta við leslista
Elsku amma!
Elsku amma!
Bæta við leslista