no image

Fylgja minningarsíðu

Erna Ágústsdóttir

Fylgja minningarsíðu

9. september 1940 - 30. mars 2022

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Sálmaskrá
Elsku mamma

Elsku mamma. Þá er komið að kveðju­stund, fyrsta meðvitaða hugs­un­in mín var um þína alltumlykj­andi arma, að hvíla í faðmin­um þínum var það besta í heim­in­um fyr­ir pínu­lít­inn strák. Miðviku­dag­inn 30. mars var komið að því að skila faðmlag­inu til baka og þú dróst síðasta and­ar­drátt­inn seint að kvöldi í örm­um þinna nán­ustu. Stund­in var erfið en um leið góð því við viss­um að dauðinn var þér líkn, alzheimer­sjúk­dóm­ur­inn hafði læst í þig klón­um af full­um þunga þrem­ur árum áður.

Bæta við leslista

Elsku mamma, takk fyrir allt og allt

Elsku mamma, takk fyr­ir allt og allt, farðu vel og njóttu á nýj­um stað. Ég ef­ast ekki um að það verði fjör hjá þér. Það verður ör­ugg­lega nóg að stúss­ast og eitt­hvað hægt að flakka um. Vona að það séu ein­hverj­ar búðir þar sem þú ert núna og jazz, það er ég viss um að það er jazz­tónlist allt í kring­um þig.

Bæta við leslista

Elsku besta mamma mín

Elsku besta mamma mín, mikið sem til­ver­an er breytt og tóm­leg án þín.

Bæta við leslista

Elsku Erna

Elsku Erna! Mig lang­ar að minn­ast þín og þakka þér sam­fylgd­ina í gegn­um árin.

Bæta við leslista

Elsku Erna, þá er komið að kveðjustund

Elsku Erna. Þá er komið að kveðju­stund og henni fylg­ir mik­ill söknuður en um leið létt­ir yfir því að þú sért búin að fá hvíld­ina sem ég vissi að þú þráðir. Hvíld­ina frá alzheimer­sjúk­dómn­um en skuggi hans hef­ur fylgt þér eft­ir að þú horfðir á þína nán­ustu verða hon­um að bráð og loks krækti sjúk­dóm­ur­inn klón­um í þig. Þinn mesti ótti varð að raun­veru­leika og þú gerðir allt til að berj­ast á móti þess­um fjanda en í dag er hann ósigrandi.

Bæta við leslista

Elsku amma okkar

Elsku amma okk­ar er fall­in frá. Hún var líf par­tís­ins, alltaf með rauðvín við hönd­ina og annað slagið sterkt skot og síga­rettu. Hún elskaði að hafa gam­an og gleði henn­ar og hlát­ur lýsti upp öll her­bergi, það var oft ekki annað hægt en að vera í góðu skapi í návist ömmu. Hún var dýrkuð og dáð af flest­um og þar voru hund­ar fjöl­skyld­unn­ar eng­in und­an­tekn­ing. Þeir eltu hana hvert sem hún fór og vonuðust til að amma myndi lauma að þeim ein­hverju góðgæti eins og hún gerði oft. Hún skildi aldrei hvers vegna hund­arn­ir mættu ekki fá nokkr­ar súkkulaðirús­ín­ur, að henn­ar mati gerðu þær þeim bara gott.

Bæta við leslista

Það var algjör draumur að eiga ömmu eins og þig

Það var al­gjör draum­ur að eiga ömmu eins og þig. Að fá að þekkja þig svona vel, verja með þér svona mikl­um tíma og læra í leiðinni svo margt af þér. All­ar minn­ing­arn­ar úr sumó, stússið eft­ir skóla og huggu­leg­heit­in heima í Jökla­seli. Að vera í kring­um þig veitti mér ör­yggi og lífið var gott. Við spjölluðum um heima og geima á meðan við gædd­um okk­ur á ristuðu brauði, sem var best hjá þér, eða sát­um bara í þögn­inni, sem gerðist kannski ekki oft í okk­ar til­felli. Ég sé þig fyr­ir mér núna, elsku amma, stand­andi fyr­ir fram­an glugg­ann uppi í bú­stað að horfa út á vatnið raulandi eitt­hvað gam­alt og gott við und­ir­spil Þing­valla­vatns og fugla­söngs­ins úti. Svo heyr­ist: Jæja, þarna kem­ur afi þinn.

Bæta við leslista

Elsku amma!

Elsku amma!

Bæta við leslista