no image

Fylgja minningarsíðu

Erlendur Daníelsson

Fylgja minningarsíðu

18. október 1942 - 20. nóvember 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Erlendur Daníelsson

Elskulegur faðir okkar er jarðsunginn í dag. Eftir þriggja mánaða veikindi og sjúkrahúslegu lést hann á 95 ára afmælisdegi Dúnu frænku. Stutt er stórra högga á milli þar sem systir okkar varð óvænt bráðkvödd í sumar og skildi þar með eftir stórt skarð sem hefur nú stækkað enn frekar.

Bæta við leslista

Erlendur Daníelsson

Enn er höggvið skarð í hópinn okkar frá framhaldsdeildarárunum forðum á Hvanneyri. Lífsljós Erlendar Daníelssonar er slokknað og leiftur löngu liðinna ára leita á hugann og kalla fram myndir og minningabrot langra samvista í leik og starfi. Já það eru sex áratugir síðan við, lítill hópur ungra glaðværra ungmenna, settumst í framhaldsdeildina á Hvanneyri haustið 1961. Með fátt annað sameiginlegt í farteskinu en áhuga á búvísindum og það að verða að gagni fyrir íslenskan landbúnað.

Bæta við leslista

Erlendur Daníelsson

Mitt lán var að kynnast Erlendi á seinni árum, þegar ég varð svo heppinn að fá yngstu dóttur hans sem tengdadóttur. Yndisleg og heilsteypt stúlka, sem sækir margt til foreldra sinna. Ungur maður kynntist ég Daníel, föður Erlendar, á flokksþingum Framsóknarflokksins. Þá var Daníel í hópi eldri manna. Hæglátur maður, vinsæll, rökfastur og traustur. Þar voru fleiri héraðshöfðingjar eins og Guttormur Óskarsson á Sauðárkróki og Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli. Okkur unga fólkinu fannst fengur að ræða við þessa lífsreyndu menn, sem allir gáfu sér tíma til að hlusta á okkar ungu raddir.

Bæta við leslista

Erlendur Daníelsson

Við fráfall Erlendar, mágs okkar, leitar hugurinn aftur til áranna þegar hann fór að venja komur sínar á æskuheimilið í Björk. Erindið var að heimsækja Grétu, systur okkar, og ekki fór hann erindisleysu því að grunnur var lagður að farsælu hjónabandi sem varði á sjötta áratug.

Bæta við leslista

Erlendur Daníelsson

Elsku afi.

Bæta við leslista

Erlendur Daníelsson

Elsku afi, það eru margar tilfinningarnar sem við finnum fyrir núna. Við vorum ekki tilbúin að missa þig strax og hvað þá að Covid yrði sökudólgurinn en það er mikil huggun í því að þið Dagný vakið nú saman yfir okkur öllum.

Bæta við leslista