no image

Fylgja minningarsíðu

Erla Einarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

14. janúar 1944 - 23. september 2024

Andlátstilkynning

Erla Einarsdóttir lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum þann 23. september síðastliðinn.

Útför

4. október 2024 - kl. 14:00

Erla verður jarðsunginn í Landakirkju í Vestmannaeyjum.

Aðstandendur

Aðstandendur

Kæra systir, mákona og frænka.

Nú ertu komin í sumar landið sem að við töluðum um þegar að þú varst hjá okkur í Danmörku. Þvílík hetja sem þú varst og allt það fallega sem að þú gafst frá þér í þessu lífi er einstakt, fallegt og einstakur var kærleikur þinn til allra sem að þú mættir í þínu lífi . Þú komst inn í mitt líf þegar að ég og Steinþór bróðir þinn slóum okkur saman og frá þeim degi höfum við alltaf getað talað, hlegið og deilt fréttum af fjölskyldunni þó að það væri langt á milli okkar!

Bæta við leslista