no image

Fylgja minningarsíðu

Embla Arnars Katrínardóttir

Fylgja minningarsíðu

11. september 2006 - 7. júní 2021

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Sálmaskrá
Frá Hafsteini, Sólveigu, Helenu Huld og Heiðari

Elsku Embla okkar, það var óbærilegt að heyra að þú værir farin frá okkur fyrir fullt og allt.

Bæta við leslista

Frá Helenu Huld

Embla, þú varst besta og yndislegasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst og með mest smitandi og fallegasta brosið.

Bæta við leslista

Frá Heiðari Degi

Elsku Embla, ég vil bara þakka þér fyrir alla samveruna og æðislegu minningarnar sem við höfum átt í gegnum lífið, farið saman til útlanda, sprengt flugelda á mörgum gamlársdögum, skreytt piparkökuhús og borðað yndislegu bollurnar sem Guðrún Katrín bakar á bolludögum.

Bæta við leslista

Frá Líbu Bragadóttur

Elsku Embla, þú varst besta vinkonan mín.

Bæta við leslista

Kveðja frá Katrínu 7. desember 2021

Elsku Emblan mín. Í dag eru nákvæmlega 6 mánuðir síðan þú fórst. Ég get enn ekki sætt mig við það eða í raun áttað mig á því. Vil ekki trúa að þú sért farin í alvörunni og þetta sé endanlegt. Samt er liðið hálft ár. Núna finnst mér bara komið gott af þessu bulli. Þú hlýtur að fara að koma askvaðandi inn um dyrnar, henda töskunni þinni á gólfið og hengja upp úlpuna þína. Arka inní eldhús og laga kakó og baka kökur.Ég mun glotta og spurja hvort taskan verði að vera á gólfinu. Rýna svo í augun á þér til að sjá hvort þú sért glöð og hvernig þér líði. Spurja þig, þú segir já mamma, ég er fín. Allt í lagi með mig í dag. Brosi fegin og grínast með hver eigi að þrífa eldhúsið eftir baksturinn. Ég myndi þrífa þúsund eldhús eða bara gera hvað sem er ef þú kæmir inn um dyrnar.

no image

Bæta við leslista

Minningarmark Emblu í Hólavallagarði

Á 15 ára afmæli Emblu, 11. september 2021, settum við fjölskyldan duftkerið hennar niður í Hólavallagarði hjá langa-langömmu Emblu í beinan kvenlegg. Minningarmarkið er náttúrusteinn af slóðum föðurfjölskyldunnar í Ólafsdal í Gilsfirði sem við sóttum sumarið 2021 með hjálp æskuvinkonu Emblu.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Katrínu 7. mars 2022

7. mars. Nú eru liðnir níu mánuðir frá því að Embla dó. Ein meðganga. Á meðgöngu hlakkar man til að fá barn. Ég fékk frábært undrabarn. Ljósmóðirin sagði þegar hún kom út, "Þessi verður svo fyndin". Það var hún svo sannarlega.

no image

Bæta við leslista

Frá Pálma Jónassyni

Embla er ljóngáfað réttlætisblóm. Fer oft með himinskautum í baráttu gegn óréttlæti heimsins. Sjálfkjörin vígamey og kvenskörungur réttlætis. Treystir engum betur en sjálfri sér.

Bæta við leslista

Embla - ljóð eftir Gerði Kristnýju

Embla

Bæta við leslista

Kveðja frá Arnari, 7. júní 2022

Elsku Embla

no image

Bæta við leslista

Takk fyrir allt

Elsku Embla, þín er svo saknað og ekki fer dagur sem við hugsum ekki til þín. Ég er svo þakklát að ég fékk heiðurinn að kynnast þér í 8. bekk í DH. Takk fyrir allt.

Bæta við leslista

Blessuð sé minning þín

Hæ Embla, ég þekkti þig ekki en ég sá þig á hagaskola göngunum og þú leist út ljúf og að þú værir einhver sem mætti treista.

Bæta við leslista

Embla heimafæðingarstelpa!

Mér leist strax vel á verðandi foreldrana Guðrúnu Katrínu og Arnar þegar ég hitti þau í fyrsta sinn sumarið 2006 en þá áttu þau von á öðru barni sínu, henni Emblu. Fyrir áttu þau rúmlega tveggja ára yndislega litla stúlku, Öglu. Guðrún Katrín og Arnar voru staðráðin í því að litla kærkomna barnið skildi fá gott veganesi frá upphafi og fá að fæðast heima beint í faðm fjölskyldunnar. Hún skildi fá að fæðast í því umhverfi þar sem allir viðstaddir elskuðu hana frá upphafi meðan hún var í móðurkviði en þau tóku svo undur vel á móti henni og fögnuðu henni svo fallega með svo mikilli ást þegar hún kom í heiminn heima. Embla flýtti sér mikið síðasta spölinn í fæðingunni og sást það greinilega að ferðalagið hafði tekið á en hún grét ekki alveg strax en gerði það mjög rösklega þegar að því kom. Hún stríddi ljósmóðurinn bara pínulítið í upphafi enda uppátækjasöm stelpa. Það var svo gefandi að fylgjast með litlu fjölskyldunni eftir fæðinguna og sjá hve mikla ást og umhyggju litlu stúlkurnar tvær fengu frá foreldrum sínum og hversu vel Embla dafnaði og óx. Alla tíð síðan hef ég hugsað með hlýju til litlu fjölskydunnar og sérstaklega til litla barnsins þegar ég hef farið um Einarsnesið og rifjað upp dásamlega minningu þegar Embla kom í heiminn. Mikil og sár er sorgin við að missa Emblu en sýnir hve lífið getur verið hverfult. Embla hafði hlutverk í sínu stutta lífi, þetta mikla náttúru og mannréttindabarn sem hún var. Hún mun aldrei gleymast. Takk fyrir að hafa sýnt mér svona mikinn heiður og svo mikið traust að fá að vera með þegar hún kom. Þið eigið alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Áslaug, ljósa.

Bæta við leslista

Embla

Mér fannst röddin hennar Emblu alltaf svo ljúf. Ég var hreint út sagt bara afbrýðisöm út í röddina hennar. Hún var svo mjúk og það var þæginlegt að hlusta á hana. Ég kannaðist við Emblu, við áttum sameiginlega vini en við urðum aldrei einhverjar góðar vinkonur, þótt ég hefði alveg viljað það. Það var skemmtilegt að lenda í spjalli við hana á göngunum í Hagaskóla, hún hafði alltaf eitthvað gott til málanna að leggja og vissi alltaf hvað átti að segja, og hafði alltaf rétt fyrir sér. Þegar ég hugsa til hennar, sem er ansi oft, hugsa ég strax um hvað hún var ótrúlega fyndin og hnyttin, hvernig róin í kringum hana hafði áhrif á aðra og hvernig hún lét öllum líða vel. Ég sakna þess að sjá Emblu á göngunum og spjalla. Ég votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna andláts Emblu mína innilega samúð, henni mun ég aldrei gleyma.

Bæta við leslista

Arnar skrifar um samfylgdina við Emblu, 7. júní 2023

Í dag, 7. júní, eru liðin tvö ár frá því Embla ákvað að fara - frá morgninum sem breytti lífi okkur hinna svo varanlega. Söknuðurinn eftir henni hefur ekkert breyst á þessum árum sem ég veit raunar varla hvert fóru.

no image

Bæta við leslista