no image

Fylgja minningarsíðu

Ellert Árnason

Fylgja minningarsíðu

8. febrúar 1946 - 22. apríl 2022

Andlátstilkynning

Elskulegur eiginmaðurinn, pabbi, tengdapabbi og afi Ellert Árnason Lést á Dvalarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði, föstudaginn 22. apríl.

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Svanborg Víglundsdóttir, Arnar Már Ellertsson, Sólveig Arna Friðriksdóttir, Borghildur, Hallmar, Ellen Ellertsdóttir, Sveinn Elmar Magnússon, Ellert Rúnar og Styrmir Hrafn.

Þakkir

Fjölskyldan vill koma á framfæri innilegum þökkum til starfsfólks Sundarbúðar fyrir umönnun af alúð og umhyggju seinustu ævidaga Ellerts.

Til pabba frá Ellen

Elsku pabbi minn.

no image

Bæta við leslista

Frá Önnu Pálu

Allt hefur sinn tíma. Elskulegur mágur minn hann Ellert lést föstudaginn 22. apríl eftir erfiða baráttu við krabbamein. Okkur var vel til vina og mikill samgangur á milli heimila okkar. Ellert var afskaplega vel lesinn og fróður maður. Hann fylgdist vel með fréttum og þjóðmálum almennt. Engan þekki ég t.d. sem gat lesið blöðin, horft á sjónvarp og hlustað á útvarp allt í senn og hann virtist ná öllu því helsta úr hverjum miðli. Hann var sérstaklega minnugur, það var alltaf hægt að spyrja hann um allt milli himins og jarðar og ekki stóð á svari, hann nefndi daginn, tímann og staðsetningu um hæl. Hann var mikill húmoristi og átti mörg gullkorn og hnyttin tilsvör á reiðum höndum. Ellert var mikill gleðimaður og hafði gaman af lífinu. Hann hafði unun af því að dansa og skemmta sér. Þau hjónin sóttu alla dansleiki á Vopnafirði og dönsuðu mikið og dönsuðu vel. Hann taldi það reyndar siðferðislega skyldu sína að mæta á öll böllin á staðnum. Ellert var mikill áhugamaður um veður. Hann sagði reyndar gjarnan að það væri alltaf besta veðrið á Vopnafirði og alltaf rigning í Reykjavík. Eftir að við hjónin fluttum okkur á höfuðborgarsvæðið gátum við Ellert oft deilt um veðrið. Honum þótti það ekki gáfulegt þegar við fluttum frá Vopnafirði og alls ekki að flytja á Norðurbakkann í Hafnarfirði sem hann taldi að yrði kominn undir sjávarmál eftir hundrað ár. Þegar við svo ákváðum að flytja til Hveragerðis í vetur fannst honum við vera að fara úr öskunni í eldinn, jarðskjálftar og eldgos yfirvofandi. Í hans huga var bara einn staður sem best var að búa á og það var Vopnafjörðurinn fallegasti og besti.

Bæta við leslista

Frá Þorsteini Steinsyni og fjölskyldu

Ég kynntist Ellerti fyrst þegar við fjölskyldan fluttum til Vopnafjarðar árið 1998, þar sem ég tók við starfi sveitarstjóra. Hann starfaði þá sem skrifstofustjóri Vopnafjarðarhrepps. Móttökurnar voru strax góðar, hlýjar og skemmtilegar. Við áttum eftir að starfa saman í 16 góð ár hjá sveitarfélaginu og verður að segjast að það hafi verið góður tími. Ellert var ákaflega nákvæmur í sinni vinnu og ráðagóður varðandi hinar mismunandi lausnir mála. Mikilvægt er að hafa góða starfskrafta á hverjum vinnustað. Svo sannarlega var Ellert í þeim hópi sem öruggt var að treysta fyrir málefnum þegar sveitarstjórinn brá undir sig betri fætinum til nauðsynlegra verka hvort heldur var á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar fjarri heimabyggð. 

Bæta við leslista

Frá Söru Jenkins og samstafsfólki hjá Vopnafjarðarhrepp

Ellert starfaði á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps í rétt tæp 40 ár, lengst af sem skrifstofustjóri. Léttari og betri samstarfsfélaga er vart hægt að hugsa sér. Starfi sínu sinnti hann með sóma enda var hann bæði eldklár og áhugasamur um það. Engum duldist að Ellert var mikill húmoristi og í samræðum var hann oft snöggur til með hnyttnar og skemmtilegar athugasemdir.

Bæta við leslista

Ellert Árnason

Ellert vinur minn var skemmtilegur maður. Við vorum fermingarsystkini og skólasystkini gegnum nokkra vetur, fyrst á Vopnafirði og svo á Laugum í S. Þing. Þar urðum við vinir fyrir lífstíð.

no image

Bæta við leslista

Frá Kára og Brynju

Í dag er til grafar borinn, Sigurður Ellert Árnason. Ellert var þriðji elstur sex bræðra svo kallaðra Uppsalabræðra.

Bæta við leslista

Kveðja frá Umf. Einherja

Skrifað á útfarardaginn, 7. maí 2022: Í dag kveðjum við góðan dreng. Í dag verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju Ellert Árnason.

no image

Bæta við leslista