no image

Fylgja minningarsíðu

Elísabet Hildur Hallsdóttir

Fylgja minningarsíðu

17. október 1941 - 25. júlí 2024

Andlátstilkynning

Elsku besta mamma, tengdamamma og amma lést þann 25. Júlí síðastliðinn á dvalarheimilinu Brákarhlíð Borgarnesi.

Útför

17. ágúst 2024 - kl. 13:00

Útför fer fram í Kolbeinsstaðakirkju 17. águst kl 13.

Aðstandendur

Hildur Sveinsdóttir Hjörtur Vífill Jörundsson Daniella Ásthildur Silva Chipa Emilia Matthildur Silva Chipa Heiðdís Hugrún Hjartardóttir

Þakkir

Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Brákarhlíðar fyrir góða umönnun og einstakan stuðning á þeim tíma sem hún dvali þar.

Þetta var alveg frábært!

Hvar á að byrja? jú kannski bara á byrjuninni....

Bæta við leslista

Stella frænka mín.

Stella frænka mín.

no image

Bæta við leslista

Kær systir

Það eru viss forréttindi á hafa fengið að alast upp í stórum systkinahópi. Nú eru 10 af 12 systkinum mín búin að kveðja þennan heim. Stella systir mín sú tíunda í röðinni alveg eins og þegar hún fæddist þá var hún tíunda barn foreldra minna. Það var sex ára aldursmunur á okkur Stellu og ég passaði  hana oft og hina litlu krakkana  þegar við vorum börn.  Það var oft gaman að vera með þau úti að leika í góðu veðri heima í Hlíð. Stella var skapmikil en yfirleitt samt rólegt og gott barn. Mér er minnisstætt þegar hún og Svenni fengu kíghósta ung að aldri hvað þau vorkenndu hvort öðru mikið í þeim veikindum. Árið 1944 og 1945 var mikill sorgartími fyrir okkur systkinin. Pabbi okkar var fluttur suður um haustið rétt áður en Stella varð þriggja ára og lést vorið eftir. Sigríður Herdís amma okkar sem hafði búið í Hlíð lést í lok desember.  Þó Stella væri ung að árum hafði þetta mikil áhrif á hana og fylgdi henni út allt lífið. Mamma kom heim eftir andlát pabba og hélt áfram búskap með okkur tólf systkinin það elsta á átjánda ári og yngsta nýfætt. Oft voru þó góðir tímar og við systkinin lékum okkur oft við að byggja bú með horn, leggi og kjálka fyrir skepnur. Stella naut sín mikið við þessa leiki okkar. Þegar ég hóf búskap á Garðsenda og síðar Naustum í Eyrarsveit kom Stella oft til að aðstoða mig með mín börn. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma og hafði gaman af því að hafa hana hjá okkur. Börnin mín minnast Stellu sem rólegri frænku með góða nærveru. Haustið 1995 lést Palli eiginmaður minn mjög skyndilega rétt áður en hann náði 67 ára aldri. Þá kom Stella til mín og var hjá mér í nokkra daga. Dvöl hennar var mér mikill styrkur í sorginni og er ég henni afskaplega þakklát fyrir það. Stella var dugleg í íþróttum á yngri árum og dugleg að hreyfa sig alla tíð. Ég átti því ekki von á því að hún færi á undan mér. Ég náði að heimsækja hana á sjúkrahúsið á Akranesi eftir að ótímabær veikindi hennar komu í ljós. Hún átti góðan dag þann dag, var hress og kát á þessari síðustu samverustund okkar, þar sem við rifjuðum upp minningar og gátum hlegið saman alveg eins og í gamla daga. Þetta er minning sem ég mun geyma í hjarta mínu því gott er að eiga ljúfar minningar um góða systur. 

Bæta við leslista

Stella frænka

no image

Bæta við leslista

Elsku mamma

Elsku mamma mín

no image

Bæta við leslista