no image

Fylgja minningarsíðu

Elín H. Lúðvíksdóttir

Fylgja minningarsíðu

6. september 1934 - 15. desember 2021

Útför

5. janúar 2022 - kl. 14:00

Útförin fer fram þann 5. janúar 2022

Kveðjuorð til mömmu

Í dag fylgjum við mömmu síðasta spölinn þar sem hún verður lögð til hinstu hvílu við hliðina á pabba. Elsku mamma, þegar ég hugsa um þig er mér ást og þakklæti efst í huga. Þú varst góð mamma, sterk kona, mjög sjálfstæð, róleg en mjög ákveðin og fórst þínar leiðir sem oft voru á undan þinni samtíð. Þú varst mjög smekkleg og smart og mjög listræn sem sést í öllum fallegu myndunum sem þú lætur eftir þig. Takk fyrir að veita okkur systkinunum gott uppeldi og öryggi. Þú varst líka mjög tónelsk, spilaðir á gítar þegar við vorum lítil og við sungum með þér og það tókst þú upp á segulband. Þú lærðir að spila á píanó og harmonikku og varst í harmonikkusveit í nokkur ár. Þú varst sjómannskonan sem gekk í öll verk og stýrðir heimilinu af miklum myndarskap. Pabbi úti á sjó að afla fjölskyldunni tekna og þú sást um allt annað. Þú varst líka alltaf nýmóðins og hafðir góða aðlögunarhæfni. Eftir að þú fluttir í Kópavoginn var þér mikið í mun að fara alltaf niður í bæ og fylgjast með Gay-Pride göngunni því það var svo mikið fjör sagðirðu. Þú hafðir gaman af að dansa og þið pabbi fóruð mikið á böll í gamla daga. Þegar þú fluttir suður fórstu mikið út að dansa með eldri borgurum.

no image

Bæta við leslista

Til mömmu

Mamma er fallin frá 87 ára gömul södd lífdaga. Margs er að minnast því mamma var engum lík. Mamma var lítil, nett og kvik í hreyfingum en stór og mikill persónuleiki. Hún var sjálfstæð og óhrædd að takast á við þær áskoranir sem lífið bauð upp á. Mamma stjórnaði heimilinu og hennar reglur voru lög. Við lærðum það snemma að það er bara einn skipstjóri á hverju skipi, pabbi á sjónum en í landi réði mamma öllu. Trúi því hver sem trúa vill. Mamma hafði gaman af því þegar einn góður maður sagði einu sinni við hana „þú átt ekkert í þessu krökkum, meiri andskotans frekjan í honum Guðmundi“ en mamma átti heilmikið í okkur öllum kannski ekki útlitið en einurðin, þrjóskan, seiglan, útsjónarsemin, tónlistin og listfengið er frá henni komið. Mamma var mikil fjölskyldukona og frændrækin. Henni fannst best að vera með „fólkinu sínu“. Mamma var kvenfélagskona og tók virkan þátt í starfinu með Kvenfélagi Sauðárkróks um margra ára skeið. Ferðaðist jafnt innanlands sem utan með þeim og af sögunum af dæma var mikið fjör í þessum ferðum. Mamma fór sínar eigin leiðir og lét ekkert stoppa sig í því sem hana langaði að gera. Hún fór í jóga kennaranám á sjötugsaldri og stundaði jóga flesta morgna meðan heilsan leyfði. Hún var víðförul hafði ferðast um allan heim og alltaf til í ferðalag ef góð ferð bauðst. Mamma fór nokkur sinnum í siglingu með pabba það var á þeim tímum þegar togarar fóru í söluferðir til Þýskalands eða Englands með ferskan fisk. Það voru viðburðarríkar ferðir. Tvisvar fór mamma með pabba að sækja skip. Fyrst til Frakklands þegar Hegranesið Sk. 2 var sótt ári 1971, þá sem kokkur, og svo til Japan þegar Drangey SK 1 var keypt árið 1973. Sú ferð var frábær að sögn mömmu. Í Japan komst mamma nánast í himnaríki, vá, skóbúðirnar voru fullar af skóm sem pössuðu henni! Mamma var smáfætt notaði skó nr. 36 og það gat verið snúið að fá skó í þeirri stærð hér á landi og úrvalið ekki mikið. Mamma keypti sér nokkur pör af skóm enda var nóg pláss í skipinu! Eftir þessa siglingu var oft haft á orði hér í fjölskyldunni „við erum ekki á skipi núna“ þegar verið var að pakka niður eða verið að versla í útlöndum. Við ferðuðumst heldur aldrei með tóman bíl. Meðal þess sem mamma kom með heim úr siglingunni um hálfan hnöttinn voru tvær hljómplötur, önnur með vinsælli japanskri söngkonu sem ég kann ekki að bera fram en vá hvað við spiluðum þessa plötu mikið, við skildum ekki um hvað var sungið en platan var svo skemmtileg og öðruvísi. Hin platan var frá Hawaii ekki eins spennandi að okkar mati. Mamma var mikil sögukona og víðlesin. Þegar við vorum að byggja í Birkihliðinni þá langaði mömmu að hafa eldhúsborðið áfast við eldhúsbekkinn og kom þeirri hugmynd á framfæri við smiðina á Borginni sem svöruðu því til að það væri eins og að gefa rollum á garðann! Hugmyndina fékk mamma úr dönsku blaði. Mamma gat verið á undan sinni samtíð. Einnig hafði hún gaman af því að segja sögur bæði af því sem hún hafði upplifað og því sem hún las. Hún las Moggann í þaula og sérstaklega Lesbók Moggans. Hún klippti út áhugaverðar greinar, sem hefur smitast yfir í næstu kynslóðir, til að sýna okkur. Árið 1968 flutti fjölskyldan norður á Sauðárkrók. Pabbi hafði verið ráðinn skipstjóri á Drangey Sk. 1. Aðdragandi þess að við fluttum á Krókinn var sá að pabbi kom með þrjá valkosti; flytja til Ástralíu, á Höfn í Hornafirði eða á Sauðárkrók. Mamma þurfti ekki að hugsa sig lengi um og sagði að hún gæti alveg eins flutt til Ástralíu eins og til Hafnar í Hornafirði vegna erfiðra samgangna. Ef við flyttum á Krókinn þá væri allavega stutt inn á Akureyri. samið var um eitt sumar til prufu. Þetta sumar fór mamma átta sinnum inn á Akureyri hún vílaði aldrei fyrir sér að ferðast þó hún væri með hóp af krökkum. En þetta eina sumar varð að 33 árum, langt sumar það. Mamma var músíkölsk spilaði á gítar á yngri árum, keypti píanó sem hún spilaði á og síðasta hljóðfærið hennar var harmónikka. Harmónikkan, hún Victoría litla, fylgdi mömmu hvert sem hún fór og hún spilaði á hana sér og öðrum til mikillar ánægju meðan hún gat. Mamma var mjög listræn og skapandi. Hún teiknaði, málaði myndir meðan heilsan leyfið, saumaði og breytti fötum, prjónaði, heklaði og saumaði út. Þegar við fluttum á Krókinn þá keyrði mamma með okkur fjögur í aftursætinu, Birkir var ekkifæddur. Opelinn fullur af farangri og með hrærivélina í framsætinu. Vegirnir voru ekki eins góðir og þeir eru í dag, pústið á bílnum þoldi ekki álagið og á Laugarbakka var það tekið undan. Við komum með miklum látum á Krókinn, kona með fullan bíl af farangri, fjögur börn og hrærivél í framsætinu. Pabbi var auðvitað úti á sjó. Svona var mamma hún lét ekkert stoppa sig. Eftir að pabbi dó flutti mamma suður í Kópavog þangað sem hún ætlaði alltaf að búa. Þar kynntist hún Páli Kristjánssyni og saman ferðistu þau bæði innanlands og utan. Þau voru miklir félagar og nutu þess að vera saman. Við mamma áttum ekki alltaf skap saman og stundum mættust stálin stinn en með árunum lærðist okkur að hemja skap okkar og við áttum margar góðar stundir við söng, spilamennsku og ferðalög. Þú varst börnum okkar Trond frábær amma sem þau minnast með mikilli hlýju, gleði og þakklæti. Þeim fannst gaman að fara í jóga með þér, spjalla og spila við þig og ferðast með þér bæði innan- og utanlands. Mamma hafði mikinn húmor og var mjög hláturmild. Það var mikið lán fyrir mömmu að fá pláss á Dvalarheimilinu á Sauðárkrók eftir að hún greindist með Alzheimer. Á deild III naut hún frábærrar umönnunar. Starfsfólki deildarinnar verður vart fullþökkuð sú hlýja, væntumþykja, vinátta og virðing sem henni og okkur öllum í fjölskyldunni var sýnd á erfiðum tímum. Nú er komið að leiðarlokum. Ég fæ seint full þakkað mömmu fyrir seigluna sem hún sýndi þegar hún lét mig læra heima og bókstaflega tróð náminu inn í hausinn á mér. Í þá daga var ekki til neitt sem hét lesblinda eða námsörðuleikar en án mömmu hefði ég ekki komist þangað sem ég er í dag. þú lést mig ekki komast upp með neitt annað en að læra heima þrátt fyrir grenjur, mótþróa, fýlu og væl. Takk fyrir samfylgdina mamma ég trúi því að þú sért á góðum stað með fólkinu þínu hvíldinni fegin. Hver veit nema að það sé tekið í spil, sungið eða dansað við og við.

no image

Bæta við leslista

Í minningu Elínar

Ég sá Elínu fyrst sumarið 1968 þegar hún flutti norður á Sauðárkrók með fjölskyldu sinni, en Guðmundur eiginmaður hennar hafði þá tekið við skipsstjórn á Drangey SK-1 sem gerð var út frá Króknum. Einungis nokkrum dögum eftir flutninginn kynntist ég Önnu Jónu, dóttur þeirra, og órjúfanleg vináttubönd mynduðust okkar á milli. Við urðum fljótlega heimagangar hjá hvorri annarri og þar með varð Elín stór þáttur barnæsku minnar. Barnæsku sem einkenndist af áhyggjuleysi, gleði og ævintýrum.

Bæta við leslista

Minningar um einstaka konu

Nú hefur Elín Halldóra endanlega kvatt þessa jarðvist þó andi hennar hafi horfið smátt og smátt eftir að hún veiktist af Alzheimer.

no image

Bæta við leslista

Til Ömmu frá Fjölni

Elsku amma,

Bæta við leslista

Til Ömmu frá Björgu

Elsku amma,

Bæta við leslista