no image

Fylgja minningarsíðu

Elín Dagmar Valdimarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

29. júlí 1931 - 17. desember 2021

Útför

4. janúar 2022 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Kveðja frá Huldu systur og börnum, krökkunum frá Grundargötu 13 A í Grundarfirði

Elín móðursystir okkar er fallin frá. Ella frænka og fjölskylda bjuggu nánast í næsta húsi við foreldra okkar í Grundarfirði lengst af sína búskapartíð og var mikill samgangur á milli heimilanna. Ella frænka og Hulda móðir okkar voru nánar systur og áttu mjög fallegt samband. Þær voru samstíga í mörgu og studdu hvora aðra í barnauppeldi, saumaskap og voru þær á tímabili iðnar við prjóna- og saumavélina þar sem margar flíkur voru hannaðar. Þær hjálpuðust að við að sauma föt á okkur börnin og minnumst við þess helst vegna allra títuprjónanna í hálfsaumuðu fötunum sem við vorum látin máta á meðan á saumaskapnum stóð. Við minnumst stundanna þegar þær settu rúllur og permanent í hvora aðra, en okkur krökkunum fannst gaman að vera með og hlusta á spjall þeirra því þær voru alltaf léttar í lund og stutt í hláturinn. Við minnumst öll jólaboðanna þar sem fjölskyldurnar hittust, þar var spilað og spjallað. Ella frænka og mamma sáu um aldraðan föður sinn og virkjuðu okkur krakkana í að vera hjá honum og stytta honum stundir sem er okkur ómetanlegt í dag. Eftir að Ella og Siggi fluttu til Reykjavíkur héldu þær þær systur góðu sambandi. Þær heimsóttu hvora aðra og síðast kom Ella vestur í september sl. og áttu þær systur góða stund með gamla saumaklúbbnum sínum þar sem þær rifjuðu upp gamla tíma og var mikið hlegið. Þegar hún heimsótti yngsta ömmubarn móður okkar, hana Huldu Þóru, þá sagði hún af miklu stolti frá afkomendum sínum, en hún var margföld amma og langamma, og henni fannst lítið mál að bæta Huldu Þóru við langömmuhópinn sinn því henni fannst ekki nóg að Hulda Þóra ætti bara eina ömmu. Þetta lýsir Ellu frænku vel og kveðjum við hana með hlýhug og þökkum henni hlutdeildina í æsku okkar og uppvexti auk samneytis í öllum áföngum í lífi okkar. Hennar er sárt saknað en minningarnar lifa.

Bæta við leslista

Elsku yndislega mamma mín,

Elsku yndislega mamma mín,

Bæta við leslista

Elsku amma Ella,

Amma okkar var með eindæmum stórkostleg kona sem var alltaf til staðar og kenndi hún okkur bræðrum mikið. Eitt af því fyrsta sem við lærðum var að vinsamlegast ekki standa upp fyrr en allt á disknum væri búið. Þau voru ófá skiptin sem við ætluðum að reyna að leyfa mat, okkar kona hélt nú ekki. Siður af gamla skólanum sem mun fylgja okkur alla tíð. Dyrnar voru alltaf opnar og skipti litlu máli hvenær okkur bar að garði.

Bæta við leslista

Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma

Elsku mamma og tengdamamma kvaddi þessa jarðvist 17. desember sl.

Bæta við leslista

Elsku yndislega amma Elín

Okkur systkinin langar að minnast ömmu Elínar sem féll frá þann 17.desember sl.

Bæta við leslista

Elín Dagmar Valdimarsdóttir

Tengdamóðir mín elskuleg, andaðist á heimili sínu þann 17. desember síðastliðin í góðum anda á 91. aldursári. Við hittumst tveimur dögum fyrir andlát hennar þar sem hún sat við sjónvarpið, fagnaði góðri dagskrá og var vel með á nótunum sem fyrr. Hún naut heilsu til að búa í eigin húsnæði, sinna þörfum sínum um flest, fylgjast með fréttum og ræða málin fram á síðustu stundu. Fallegra kveðjuumhverfi við háan aldur eftir farsælt ævistarf er vart hægt að hugsa sér. Elín Dagmar þekkti tímana tvenna. Hún lærði snemma til margvíslegra verka á yngri árum í Helgafellssveitinni og var dugnaðarforkur hinn mesti all sína tíð. Nám stundaði Elín m.a. við Reykholtsskóla og lauk þaðan Landsprófi. Hún átti góðar minningar frá Reykholtsárunum og gaman að ræða við hana um liðna tíma frá mínum heimaslóðum. Ég kynntist Elínu Dagmar og Sigurði Lárussyni fyrst á heimili þeirra hjóna í Grundarfirði sumarið 1977, í heimsókn til Dóru dóttur þeirra og bekkjasystur minnar í Reykholtsskóla. Fyrstu kynni af þeim hjónum voru eftirminnilega þægileg fyrir 17 ára dreng sem var að koma í heimsókn á heimili kærustu sinnar í fyrsta sinn. Sú tilfinning breyttist ekki á öllum samverustundum sem ég naut með tengdaforeldrum mínum í Grundarfirði og síðar í Kópavogi. Elínu var margt til lista lagt. Sjálfmenntuð hannaði hún fatnað, saumaði og prjónaði, á sex börn þeirra hjóna og barnabörnin. Útsaumsverkin hennar eru einnig listaverk. Hún átti ekki langt a sækja sína þægilegu og gefandi nærveru. Ég var svo heppinn að kynnast förðu Elínar í Grundarfirði Valdimari Jóhannssyni síðustu árin sem hans naut við. Í návist Elínar var eins og raunveruleikinn fengi jarðtengingu og skilin milli þess sem skipti máli og ekki urðu morgun ljós.

Bæta við leslista

Elsku tengdamamma

Eins og gengur og eðlilegt er þá dregur af fólki þegar það kemst á efri ár, eftir að ástkær tengdamóðir mín Elín Dagmar lenti í óhöppum síðustu ár þá fór heldur að draga af henni og síðan kvaddi hún og þakkaði endanlega fyrir sig þann 17. desember síðastliðinn á nítugasta og fyrsta aldursári. Mig langar að koma á framfæri nokkrum minningarorðum um okkar samferðatíma, það er ekki ætlun mín að rekja hennar æfi í mínum minningarorðum enda aðrir líklega betri í því en ég.Mér er það í fersku minni þegar okkar leiðir lágu saman í fyrsta sinn þá lagði ég bílnum fyrir framan Grundargötu 6 mér varð litið að húsinu hennar þar sem vart var hægt að sjá inn um stofugluggann fyrir fallegum og vel hirtum blómum sem endurspegluðu hennar persónuleika. Það kom fljótt í ljós að hún var afar vönduð kona og fær húsmóðir hvort sem það snéri að almennu heimilishaldi, matargerð og ekki síst handavinnu en eftir hana liggur talsvert magn af listaverkum svo sem myndum og flíkum bæði eftir sauma og prjónaskap. Elín Dagmar var afar bóngóð þegar ég leitaði til hennar með eflaust skrítnar og óvenjulegar beiðnir og aðstoð en ég er svo lánsamur að eiga eftir hana nokkrar flíkur sem vekja jafnan mikla athyggli.Ekki vafðist fyrir henni að taka á móti fjölda fólks t.d. um jól og um páska þegar fjölskylda hennar dvaldi hjá henni og var fullt hús út úr dyrum, alltaf var nóg pláss allir velkomnir og ekki síður nógur matur og góður. Við hjónin dvöldum hjá þeim Elínu og Sigurði í Grundarfirði um hálfsárs skeið og var okkur afar vel tekið og alltaf leið mér eins og ég væri velkominn á hennar heimili.Árið 2001 fluttu þau hjónin til Kópavogs þá fjölgaði innlitum til hennar en það var afskaplega notalegt að koma við hjá henni á leiðinni heim úr vinnunni, oftar en ekki var hitað kaffi, spjallað og síðan raðaði hún í mig kleinum, snúðum og öðrum heimabökuðum dásemdum, yfirleitt náði hún að plata í mig talsvert meira af veitingum en ég hafði hugsað mér að innbyrða, oftar en ekki kallað ég á eftir henni þegar hún fór til að sækja kleinur að ég vildi alls ekki fleiri en tvær með kaffinu en alltaf urðu þær talsvert fleiri. Einstaka sinnum gat ég launað henni móttökurnar með minniháttar aðstoð á hennar heimili eða með bílinn, það var gaman að geta verið henni innan handar hún alltaf þakklát fyrir þá aðstoð sem hún fékk og augljóst að hún kunni að meta það.Elín Dagmar var húmoristi og hafði skemmdilegan og lúmskan húmor fyrir sjálfri sér, hún stóð fast á sínum skoðunum, sagði það sem henni fannst en þó án þess að særa eða móðga nokkurn, hún tók þó góðum og uppbyggilegumrökum í mikilvægum málum sem gátu leitt til farsælla ákvarðana og breytinga þegar á það reyndi. Ég get ekki sagt annað en að okkar kynni og vegferð hafi verið afar farsæl, góð og átakalaus, tengdamæður velja yfirleitt ekki sýna tengdasyni en alltaf leið mér vel í hennar návist, fann fyrir umhyggju og hlýju frá henni í minn garð og minna drengja.Arnar Geir Nikulásson

Bæta við leslista

Mamma og amma mín

Mamma og amma mín nú ertu dáin. Amma barnana minna og konan sem kom mér í gegnum skólana. Það er ekki hægt að biðja um betri mömmu. Kletturinn sem þú varst  og konan sem ég þurfti að styðja mig við. Og fyrir það er ég þakklátur.Ég mætti taka þig sem fyrirmynd svo jákvæð að hægt væri að leysa hlutina með samtali. Heimska annara sem að málum koma urðu til annars. Hvað getur maður sagt um móðir sína sem passaði upp á Lárus Thor son minn. Stýrði honum frá hroka og yfirgangi. Það var mamma mín. Hún mamma mín trúði á það góða í fólki þótt að uppskeran hafi ekki alltaf verið í samræmi við trú hennar.En trú og von hennar fyllti mig trú á lífið og þeim sem lifa því. Sem ég viðurkenni að ég hafði efasemdir um. Hvað ætlar þú að fljúga lengi yfir lækinn? Að eyða síðustu dögum með móðir minnir breytti mér. Maður telur sig vita allt en í ljós kemur að maður veit ekki mikið. Sem bara móðir mín í hnotskurn vissi það er alltaf hægt að finna flöt á ósamkomulaginu!Ég get aldrei þakkað þér fyrir þann styrk sem þú sýndir mér en við Lárus Thor erum sammála að nú ertu á góðum stað með Sigga afa hans og pabba mínum,.Hvíl þú í friði elsku mamma mína  og amma,Valdimar og Lárus

Bæta við leslista

Elín Dagmar Valdimarsdóttir - minningarljóð

Bjarni Stefán skólabróðir og vinur okkar Dóru færið okkur þetta fallega minningarljóð um Elínu Dagmar eftir að hafa fengið upplýsingar um lífshlaup hennar og mannkosti. Innilegustu þakkir til Bjarna Stefáns.

Bæta við leslista