no image

Fylgja minningarsíðu

Einar Viðar Júlíusson

Fylgja minningarsíðu

20. ágúst 1944 - 21. janúar 2023

Andlátstilkynning

Einar Viðar Júlíusson fæddist í Keflavík 20. ágúst 1944. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Nesvöllum 21. janúar 2023.

Útför

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Vilborg Einarsdóttir, Halldóra Einarsdóttir, María Ragna Einarsdóttir og Ólöf Hafdís Einarsdóttir.

Minningarorð um Einar Viðar Júlíusson

Einar Viðar Júlíusson andaðist 21. janúar 2023 í Reykjanesbæ. Okkur er það ljúft að kveðja með hlýhug góðan vin og spilafélaga. Við kynntumst árið 1964 þegar við nokkrir félagar í Reykjavík fengum ungan Keflvíking á æfingu. Við stóðum saman að hljómsveit sem við kölluðum Pónik og okkur vantaði söngvara. Þá kom til sögunnar Einar Júlíusson frá Keflavík sem hafði áður sungið með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og Hljómum. Niðurstaðan varð sú að Einar gekk til liðs við hljómsveitina og eftir það hét hún Pónik og Einar. Þetta var um haustið 1964 og spilaði hljómsveitin mjög mikið og ekki síst fyrir varnarliðsmenn á Keflavíkurflugvelli. Þá hittust tilvonandi eiginkonur okkar Einars í Keflavík á meðan við vorum að spila. Fyrstu árin var það í kjallaranum á Klapparstíg 3 í Keflavík. Kærasta Einars og tilvonandi eiginkona, Ólöf Hafdís, og Björg mín fóru síðan saman í Húsmæðraskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu. Það flæktist svo ekki fyrir okkar Einari að fljúga norður, taka leigubíl að Laugum, fá helgarleyfi fyrir kærusturnar, bóka hótelherbergi á Akureyri, taka aftur leigubíl að Laugum og skila þeim og fljúga síðan til Reykjavíkur. Eitthvað myndi svona ævintýri kosta í dag. Einar og Didda gengu síðan í hjónaband árið 1966 og við þremur árum síðar. Það var Einari þungbært að missa Diddu sína árið 1995 en hún hafði glímt við erfið veikindi.

no image

Bæta við leslista