no image

Fylgja minningarsíðu

Einar Sigurbjörnsson

Fylgja minningarsíðu

17. september 1997 - 6. mars 2018

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Amma og Afi í Forsölum
Þú heyrir spurt: Er hjálp að fá og hvar er ljós og dag að sjá? Ef hjartað týnir sjálfu sér hvar sé ég leið, hver bjargar mér? Þú heyrir svar ef hlustar þú af hjartans þörf, í barnsins trú því Kristur Jesús þekkir þig og þú ert hans, hann gaf þér sig. Hve margur sár og meiddur spyr við myrkvuð sund og luktar dyr. En hlusta nú, þú heyrir svar og heilög miskunn talar þar. Þú heyrir svar Já, Kristur segir: Kom til mín, ég kominn er að vitja þín og lækna þig og lýsa þér til lífs og sigurs: Fylg þú mér. Þú heyrir svar … (Sigurbjörn Einarsson)

Bæta við leslista

Amma og Afi í Neðstabergi

Hinn 17. september 1997 var mikill gleðidagur í lífi okkar. Þann dag fæddist fyrsta barnabarnið okkar, drengur sem hlaut nafn afa síns við skírnarlaugina. Afi og nafni fékk að skíra þennan fallega og efnilega pilt. Einar var fljótur til máls, klár og skemmtilegur. Hann hafði geislandi bros og smitandi hlátur. Hann kom oft í heimsókn til okkar og fékk að gista. Eins og ætíð fyrir börnin og barnabörnin þegar þau voru komin í háttinn sungum við sálminn Enginn þarf að óttast síður og barnagæluna:

Bæta við leslista

Þinn Pabbi

Elsku hjartans drengurinn minn, það er þyngra en tárum taki að setjast niður og skrifa þessi fátæklegu orð á þessari stundu. Ég sit og horfi á myndirnar af þér og minningarnar streyma fram eins og óstöðvandi foss, þetta er allt svo óraunverulegt. Það er svo óraunverulegt að við eigum aldrei eftir að upplifa neitt saman aftur, ekki eftir að tala saman aftur, ekki eftir að hlæja saman aftur og ekki eftir að faðmast aftur. Það eru tvö augnablik, Einar minn, sem hafa haft meiri áhrif á mig en nokkuð annað í lífinu; annað var hinn 17. september 1997 þegar þú fæddist og hitt var 6. mars 2018 þegar ég frétti að þú værir farinn, værir farinn í þitt síðasta ferðalag og værir ekki lengur með okkur. Það eru engin orð sem geta lýst þeirri vanlíðan og sorg sem fylgdu þessari frétt, missirinn er svo mikill og sorgin svo sár.

Bæta við leslista

Karítas, Rökkvi og Guðmundur Einar

Elsku Einar stóri frændi. Þú varst svo rosalega skemmtilegur, fyndinn og góður við okkur. Þú leyfðir okkur alltaf að kitla þig og það var svo fyndið. Það var svo gaman að leika við þig. Við erum svo leið í hjartanu yfir því að þú komir aldrei aftur en við vitum að núna ertu uppi á himninum hjá Guði.

Bæta við leslista

Magnea

Ég gleymi aldrei deginum sem Einar litli bróðursonur minn fæddist. Þegar ég fór í skólann um morguninn vissi ég að foreldrarnir tilvonandi væru komnir á fæðingardeildina. Ég hljóp heim seinna um daginn og sé það fyrir mér eins og það hafi gerst í gær. Mamma tók á móti mér á tröppunum. „Er það stelpa?“ kallaði ég til hennar. „Nei, það er strákur!“ sagði mamma og hjartað tók kipp. Lítill frændi fæddur. Ég gat ekki beðið eftir að fá að sjá hann og jafnaði mig auðvitað strax á því að hann væri ekki stelpa.

Bæta við leslista

Guðný

Elsku Einar, það er svo óraunverulegt og skrítið að þú sért farinn. Ég man hvað við vorum öll búin að bíða í mikilli eftirvæntingu eftir deginum sem þú komst í heiminn. Það var næstum eins og að eignast lítið systkini að eignast þig sem litla frænda, við vorum öll orðin svo spennt og fylltumst svo miklu stolti daginn sem þú komst. Það var gaman að fylgjast með þér vaxa og dafna og ég var stolt stóra frænka. Þú varst svo kátur og skýr strákur, fljótur að læra að tala og þú hafðir svo smitandi og léttan hlátur að það lýstist allt í kringum þig þegar þú fórst að hlæja.

Bæta við leslista

Vala

Elsku Einar minn, þú varst ekki bara besti frændi minn, heldur líka besti vinur minn. Þú varst mér allt, þú stóðst alltaf við bakið á mér, bæði í blíðu og stríðu. Ég gat alltaf leitað til þín þegar eitthvað var að angra mig, þú varst líka duglegur að tala við mig og leita til mín þegar þér leið eitthvað illa eða eitthvað var að. Ég gat alltaf treyst á þig og þú á mig, við höfðum alltaf hvort annað til að leita til.

Bæta við leslista

Lára Ómarsdóttir
Er sorgin slær og syrtir að við eigum erfitt með að skilja það hvað ræður lífi og ræður för; við ráðgátunni finnum engin svör. Er falla hin þungu tregatár og tætt er sálin eins og opið sár frá þjáðum berst hið þögla óp: Þarf ég að lúta því sem þessi örlög skóp?

Bæta við leslista

Ásdís Bergþórsdóttir

Ég kynntist Einari á Barnadeild BUGL þar sem hann lá ásamt syni mínum. Þeim varð fljótt vel til vina. Brátt varð Einar næturgestur á heimili mínu einstöku sinnum og sá mesti aufúsugestur sem þangað hefur komið, kurteis, ljúfur, glaður, alltaf tilbúinn til að spjalla við kellingu eins og mig, hans einasta þörf pítsa. Svo skildi leiðir. Einar kom æ sjaldnar í heimsókn. Ég skildi það fullkomlega. Einar vildi samskipti við fólk og vera hluti af hópi og kom æ sjaldnar í heimsókn til heimakærs sonar míns.

Bæta við leslista