Minningargreinar
Pabbi minn, pabbi minn! Orð fá því ekki lýst hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst alltaf svo skilningsríkur og rólegur. Bæði þegar ég teiknaði á bílinn þinn með nagla og þegar við sátum í sófanum saman í þögninni að horfa á fréttir og veður. Það verður skrítið að geta ekki hringt í þig og fengið þig til að hjálpa mér tvítugri dóttur þinni að ráðleggja útifatnað, ef það væri smá rigning. Ég trúi ekki öðru en að vel hafi verið tekið á móti þér og barinn er alltaf opinn hjá þér og Jóa Bekk. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa átt svona góðan pabba. Skál fyrir þér, pabbi!