no image

Fylgja minningarsíðu

Einar Óli Sigurðarson

Fylgja minningarsíðu

13. janúar 1984 - 21. maí 2022

Andlátstilkynning

Elsku hjartans faðir minn, sonur okkar, bróðir og frændi, Einar Óli Sigurðarson lést á heimili sínu, Hlein í Mosfellsbæ, þann 21. maí síðastliðinn.

Útför

10. júní 2022 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Aron Gabríel Einarsson Aðalheiður og Kristján Þór Sigurður Kristinn Tanja Dagbjört og Gabríela Tara Hrafney Lilja

Þakkir

Þess ber að geta að þakklætis listi fjölskyldunnar á síðustu 5 árum er orðinn mjög langur og verður honum bætt hér inn um leið og hann er tilbúinn.

Einar óli Sigurðarson

Dýpsta gleði og sorgin þunga

Bæta við leslista

Fræ gleðinnar

Af þér elsku Eisi á ég ekkert nema fallegar og hreinar minningar. Hvort við værum saman í miðbæ Rvk eða heima hjá þér með fullt af fólki úr öllum áttum. Þú varst alltaf glaður og brostir framan í alla. Þú varst stoltur af drengnum þínum og þorðir alltaf að vera þú sjálfur.

Bæta við leslista

Samúðarkveðjur frá starfsmönnum og íbúum á Hlein

Við á Hlein fengum að kynnast Einari Óla síðustu árin hans í þessu lífi. Þessi síðustu ár voru honum ekki auðveld en ávalt var stutt í brosið og húmorinn. Hann var ætíð umvafinn fjölskyldu og vinum sem önnuðust hann vel. Systkina kærleikurinn milli hans og Tönju leyndi sér ekki. Hún sá um að hann væri alltaf vel snyrtur og fínn eins og Einar vildi vera. Augu Einars ljómuðu þegar fjölskyldan var nærri og umhyggja þeirra til hans svo augljós og falleg.

Bæta við leslista

Guð geymir nú góðan dreng

Guð geymir nú góðan dreng Leiðir okkar Einars Óla lágu saman 2005 þegar hann hóf störf sem forritari, grafíker og “allt mulig” man hjá mínu fyrirtæki, Allra Átta. Í dag hefur Einar kvatt þennan heim eftir veikindi síðustu 5 ára, veikindi sem enginn ungur maður ætti að þurfa að ganga í gengum, en það gerði hann samt. Einar var drengur góður, hjálpsamur, duglegur, hæfileikaríkur og alltaf stutt í grín og glens. Hann gat líka verið hlédrægur og rólegur og vildi ekki endilega vera í sviðsljósinu. Í vinnu var hann vinsæll, bæði hjá samstarfsfélögum og viðskiptavinum, sem var ekki skrítið því hann hafði stórt hjarta, var einlægur og einstaklega ljúfur í samskiptum. Á þeim tíma sem við unnum saman var margt skemmtilegt brallað og tók Einar þátt og ef það var keppni, þá var alltaf nóg til af keppnisskapi, sama hvort það var keilumót, poolmót, paintball, þyrluferðir eða annað glens og gaman. Ég á ljúfar minningar af mér Einari og Ágústi spila saman golf, en þá vorum við þrír oftar en ekki að laumast á golfvelli, eldsnemma og tókum saman 9 holur hér og þar um borgina, að sjálfsögðu sýndi hann snilldar takta enda einstaklega flinkur í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur. Ég heimsótti Einar alltaf öðru hverju síðustu 5 árin og upplifði þar hvað hann á frábæra fjölskyldu og vini, sem oftar en ekki voru hjá honum þegar ég kíkti í heimsókn, vakin og sofin yfir Einari sínum og gerðu allt til að lina þjáningar og gera honum lífið bærilegra. Guð geymir nú góðan dreng, sem ég trúi að ég muni hitta aftur á góðum stað. Ég sendi fjölskyldu Einars hlýjar samúðarkveðjur og vona að góðar minningar og kærleikur verði sorginni yfirsterkari. Kær kveðja, Jón Trausti Snorrason

Bæta við leslista

Góða ferð elsku vinur

Elsku Einar Óli minn, núna hefur þú kvatt þessa jarðvist og ný ævintýri tekin við.

Bæta við leslista

Hvíldu í friði vinur

Það hafa ábyggilega allir tekið eftir Eisa þegar hann var leiddur í gegn um þróunarrými Meniga haustið 2013 sem var þá hans verðandi vinnustaður. Áberandi í útliti og rólegur í fasi. Flúraður upp á háls með skyggð gleraugu og vel greiddur. Fljótlega átti eftir að koma í ljós að þarna var frábær vinnufélagi á ferð. Harðduglegur, lausnamiðaður og afburða forritari með góða og þægilega orku í kring um sig.

no image

Bæta við leslista

Góða nótt ástin mín 🙏

Í dag geng ég hinstu gönguna með þér ástkæri sonur. Hvert spor með þér var vegferð lífs okkar. Ég stoltur hélt á þér sem nýfæddum og þú gafst mér mestu gleði lífs míns. Þú varst ákaflega efnilegur til hina ýmsu verka og tónlistin var rík í ferð þinni um lífið. Hún var sem ró hugans í stef og takt lífsins. Stundum áttum við þennan takt saman og þú hvattir mig til dáða og þú hrósaðir. Að kveðja þig elskuhjartað mitt er sorg sem er erfið, en hún er raunsæ. Verkefni okkar sem hófst fyrir um fimm árum, er sem ferð þroska og sorgar, fegurðar og vonar sem ég bar ætíð í hjarta mínu. Í dag er ferðalagi þínu lokið elsku strákurinn minn. Ég fylgi þér hinstu ferðina, sporin sem þó eru erfið en ég geri samt því ég elska þig. Ég elska minningu okkar og tímann sem við áttum. Ég er stoltur af því sem við gerðum saman og þótt tár séu á vanga og sár í hjarta, eru ótal minningar sem ég vermi mér við og ég er þakklátur fyrir, þá brosi ég í gegnum tárin og sorg mína. Ég þakka þér elsku yndislegisonur minn fyrir brosið þitt, lund þína og kímni, traust þitt og kærleika sem þú sýndir öllum. Þakka þér fyrir það sem þú gafst frá þér, hve bóngóður þú varst og ósérhlífin. Við söknum þín. Ég sakna þín elsku hjartans drengurinn minn. Tómleg ganga án þín er einkennileg og ég þakka þér fyrir að hafa barist. Barist við það sem var óumflýjanlegt en um leið líkn hjarta þíns. Ég sakna þín, ég sakna þín, ég sakna þín! Ég vil þakka vinum mínum og fjölskyldu, ættingjum og öðrum fyrir hlýleg orð og samúðarkveðjur. Einnig vil ég þakka starfsfólki á Grensásdeild og einnig starfsfólki á Hlein í Mosfellsbæ en starfsfólk þessara staða áttu mikið í þér Einar minn. Það er ómetanlegt fyrir okkur hin. Í dag kveð ég þig elsku minn. Ég geng með þér að ferðalokum. Nú hvílist þú - og ég sakna þín. Ég sakna þess að strjúka vanga þinn og þerra enni þitt. Horfa á mynd með þér og hlusta á tónlist. Já, ég sakna þín svo mikið. Hve örstutt spor... hver örstutt spor elsku strákurinn minn. Þinn pabbi! Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus, utangátta’ og tóm hjá undri því að heyra þennan róm, hjá undri því að líta lítinn fót í litlum skóm og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn og heimsins ráð sem brugga vondir menn. Já, vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. Halldór Laxnex

no image

Bæta við leslista

Æskuástin

Elsku Einar, sorgin er mikil og söknuðurinn er sár.

Bæta við leslista

Elsku besti pabbi minn

Elsku pabbi ég sakna þín svo mikið, ég vildi að við hefðum fengið meiri tíma saman til að skapa fleiri minningar. Við verðum alltaf bestu vinir og ég mun alltaf elska þig mest.

Bæta við leslista

Til littla frænda 💙

Athōfnin i dag var ein af þeim allta fallegustu og ruddu af stað minningum sem mig langar að deila 🥰

Bæta við leslista