Eggert Eggertsson
Nú er elsku pabbi látinn, aðeins tæpum þremur mánuðum eftir að mamma lést. Þegar mamma dó var eins og slokknaði á pabba og kímnin hvarf úr augntillitinu. Lífið missti tilgang fyrir honum, það var augljóst. Pabbi og mamma voru mjög náin og samrýmd. Þau voru alltaf saman. Mamma og pabbi, pabbi og mamma – við nefndum þau yfirleitt í sömu andrá. Milli þeirra ríkti ást alla tíð og þau máttu varla hvort af öðru sjá. Þau voru eitt, eins ólík og þau voru, og bættu hvort annað upp. Mamma yfirveguð, hlédræg og háttvís - pabbi léttlyndur, mannblendinn og hvatvís.