Elsku afi minn
Takk fyrir öll árin, takk fyrir allar minningarnar. Takk fyrir allar stundirnar á Þingvöllum, veiðiferðirnar voru ansi margar. Ég man hvað mér fannst magnað að fylgjast með þér verka fiskinn, ég man þegar þú hjálpaðir mér í gegn um kríuvarpið þegar ég hélt að það yrði mín síðasta stund. Ég man eftir að hafa setið og fylgst með þér hnýta flugur og hvað eg dáðist að því hvað þú varst flinkur. Ég man líka eftir því þegar ég var alltaf að laumast í neftóbakið þitt og hvað þér fannst ógeðslega fyndið þegar ég hnerraði frá mér allt vit í hvert einasta skipti.