no image

Fylgja minningarsíðu

Edda Alice Kristjánsdóttir

Fylgja minningarsíðu

11. júlí 1935 - 17. janúar 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma EDDA ALICE KRISTJÁNSDÓTTIR, llést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 17. janúar sl.

Útför

25. janúar 2022 - kl. 13:00

Útför fer fram í Akureyrarkirkju

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Sigursveinn Jóhannesson, Svava Sigursveinsdóttir, Jóhannes Sigursveinsson, Kristín Sigursveinsdóttir, Pétur Sigursveinsson Sigríður Sigursveinsdóttir, Aðalheiður Sigursveinsdóttir

Minning um mömmu

Sérhver manneskja hefur ótal blæbrigði í persónaleika sínum sem breytast eftir aðstæðum, hlutverkum og aldursskeiðum. Blæbrigði sem verða sterkari með árunum og fjölbreyttari þegar blandað er inn umhverfi, atburðum og upplýsingum af ýmsum toga. Það eru djúpir tónar sem myndast fyrstu æviárin þó að hverskonar tengingar við annað fólk gefi okkur nýja sýn á litina. Við verðum litríkari og vefjumst með samferðafólkinu með ólíkum tengingum, þráðum í öllum regnbogans litum. Sérhver vinátta og samfylgd er einstök, sveipuð aðstæðum, ofin af tímanum. Flesta þræði veljum við á lífsleiðinni, fléttum svo að úr verða vináttubönd. En aðra fáum við með lífinu sjálfu. Strengur milli móður og barns er þar sem þræðirnir eru spunnir ævilangt og litatónar og áferð breytast frá tengingu ungabarns til fullorðinsára.

Bæta við leslista