no image

Fylgja minningarsíðu

Davíð Örn Kjartansson

Fylgja minningarsíðu

31. mars 1976 - 17. mars 2022

Andlátstilkynning

Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi. Lést á krabbameinsdeild LSH 17. mars síðastliðinn.

Útför

6. apríl 2022 - kl. 13:00

Útför fer fram frá Vídalínskirkju 6.apríl kl 13:00 Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Kt:410271-0289 Rn:0322-26-000446

Aðstandendur

Emma Arnórsdóttir, Petra Björg Kjartansdóttir, Bjarni Þór Kjartansson, Klara Karlsdóttir, Emma Ösp og Kjartan Karl

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu. Einnig vill hún færa starfsfólki á krabbameinsdeild 11E LSH fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Kveðja

Davíð Örn hefur nú allt of ungur hvatt okkur hinstu kveðju.  Hann var að vinna í gæslu hjá gosinu í Geldingadal þegar hann fékk fréttir um greininguna - krabbi í vélinda kominn á fjórða stig með meinvörp hér og þar.   Ekki leit það vel út enda fékk hann bara tæpt ár.  Og það var erfitt ár.  Óréttlætið er svo mikið þegar ungur hraustur maður þarf að kveðja á þennan hátt en við ráðum svo litlu.  Svo mikið er víst. 

Bæta við leslista

Elsku Davíð Örn bróðir minn og uppáhalds frændi

Það þarf þarf fólk eins og þig

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá félögum HSSK

Það eru hlátrasköll sem óma um fjallaskálann, hvort sem hann er í Landmannalaugum, norðan Vatnajökuls eða annars staðar. Davíð Örn er að segja sögur og hlær að og með sjálfum sér. Aðrir félagar Hjálparsveitar skáta í Kópavogi hlæja með og njóta samverunnar. Nú hefur sá hlátur þagnað, allt of fljótt. 

no image

Bæta við leslista

Kveðja til bróður, frænda og mágs

Elsku Davíð Örn bróðir minn, frændi og mágur.

Bæta við leslista

Takk fyrir allt, elsku Davíð

Mig langar ekki til þess að skrifa klisjukennda minningargrein um vin minn Davíð. Á sama tíma og mig langar til þess að forðast að nota orðatiltæki eins og „vinur vina sinna,“ „hans verður sárt saknað“ og að hann hafi „markað djúp spor í líf allra sem þekktu hann,“ þá er ekki hægt að minnast Davíðs nema grípa ákkúrat til þessara orðatiltækja. Davíð var vinur vina sinna, ég sakna hans sárt og hann markaði djúp spor í líf mitt og líf þeirra sem fengu tækifæri til þess að þekkja hann og elska.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá vinum.

Við fjölskyldan minnumst Davíðs Arnar með hlýhug allt frá okkar fyrstu kynnum við fæðingu hans í Kaupmannahöfn 1976. Þar vorum við fern hjón sem héldum hópinn vegna háskólanáms eða vinnu og var hann annað barnið sem fæddist „okkur“ á þessum árum í Danmörku. Eftir heimkomuna hittumst við reglulega og börnunum fjölgaði. Þegar Davíð Örn var lítill drengur flutti fjölskylda hans til Seyðisfjarðar og síðar til Blönduóss vegna starfa Kjartans heitins þar. Þegar þau komu í bæinn fengu hann og systir hans stundum að gista hjá okkur fjölskyndunni í Vesturbænum. Vináttuböndin hafa haldist alla tíð síðan á Kaupmannahafnarárunum, þótt líf og störf hafi leitt fólk í ýmsar áttir frá bernskuárum barnanna. Það var alltaf jafngott að hitta Davíð Örn og sýndi hann okkur mikinn hlýhug og vináttu og ekki þótti okkur hjónum verra að eitt af áhugamálum hans var dansinn og stundaði hann af miklum móð, um tíma allavega. Davíð hafði m.a. þó nokkurn áhuga á ljósmyndun og færði okkur eitt sinn myndir sem hann tók af okkur hjónum á sameiginlegri skemmtun þar sem við vorum að troða upp með dansi. Okkur þótti vænt um þessa hugulsemi hans.

Bæta við leslista