no image

Fylgja minningarsíðu

Brynjar Elís Ákason

Fylgja minningarsíðu

4. apríl 1992 - 13. janúar 2025

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, tengdasonur, mágur og frændi; Brynjar Elís Ákason lést 13.janúar sl.

Útför

31. janúar 2025 - kl. 13:00

Útför frá Glerárkirkju á Akureyri 31.janúar kl 13

Aðstandendur

Helga Þórsdóttir Bryndís Karlsdóttir Fjóla Ákadóttir og Gísli Arnar Guðmundsson Sóley Ákadóttir og Hannes Bjarni Hannesson Lilja Ákadóttir og Jón Pétur Indriðason Þór Jónsson og Ásta Björg Pálmadóttir Svala Aðalsteinsdóttir Pálmi Þórsson og Kristín Hermannsdóttir & systrabörn

Elsku Brynjar minn

Elsku hjartans Brynjar Elís minn.

no image

Bæta við leslista

Minning

Heyr drottinn hjartans mál,

Bæta við leslista

Nokkur orð að lokum...

Skyndilegt fráfall Brynjars vinar okkar Eyrúnar var reiðarslag fyrir alla þá sem hann þekktu. Örfáum dögum fyrr hafði hann setið í einu af fjölmörgum matarboðum hér á Skeljagranda. Fyrirkomulag þeirra var nokkuð þægilegt. Við buðum Helgu og Brynjari í mat og Brynjar eldaði. Brynjar var raunvísindamaður. Fæddur með stærðfræðina í blóðinu og hugsaði í tölum. Hann sagðist einu sinni hafa fengið skammir í menntaskóla þegar hann átti að greina ljóð. Þær jöfnur urðu ógreinilegar. En matseldin var á mörkum listar og raunvísinda. Hann var góður kokkur. „Ég er með mælinn með mér,“ skrifaði hann mér rétt áður en hann mætti í síðasta matarboðið. Eðlilega hafði hann keyrt með kjöthitamælinn landshorna á milli. Ég hafði grínast í honum að matseldin væri ekki ástríða hjá honum heldur fyrst og fremst gagnaöflun, þar sem kjöthitamælirinn hafði veigameira hlutverk en salt og pipar.

Bæta við leslista

Elsku vinur ♥︎

Það er erfitt að ná utan um kaldan raunveruleikann. Orð fá ekki lýst hve sárt mér þykir að þurfa að kveðja þig en ég vil fá að þakka þér fyrir allt nú þegar við fylgjum þér síðasta spölinn.

Bæta við leslista

Ég man þig, elsku vinur 💙

Þung spor voru tekin í gær þegar Binni minn var borinn til grafar. Líkt og öllum var kunnugt sem til hans þekkja var Brynjar einstaklega vel gerður maður og mikið ljúfmenni.

no image

Bæta við leslista