no image

Fylgja minningarsíðu

Brynhildur Sörensen

Fylgja minningarsíðu

25. júní 1915 - 9. nóvember 2000

Útför

Útför hefur farið fram.

MInning

Brynhildur Sörensen hafði til að bera svo stórbrotinn, óvenjulegan og eftirminnilegan persónuleika að fáein kveðjuorð og minningabrot geta aldrei orðið annað en ófullkomin drög að persónulýsingu. Þegar við bætist glæsilegur starfsferill í utanríkisþjónustunni hátt í hálfa öld og viðburðaríkt og litríkt lífshlaup í tveimur eða þremur þjóðlöndum, verður enn torveldara að fylla út í mynd hennar svo vel sé. Hún var ákaflega heilsteypt og hreinskilin kona, höfðingleg í allri framgöngu og horfði alla tíð órög framan í hvern þann sem hún mætti á lífsleiðinni. Allt varð til að auka þessa þætti í fari hennar; erfðir, uppeldi og síðar starfsreynsla.

Bæta við leslista