no image

Fylgja minningarsíðu

Bjarney Linda Ingvarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

28. febrúar 1958 - 24. mars 2023

Andlátstilkynning

Ástkær og elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, Bjarney Linda Ingvarsdóttir, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 24. mars umvafin fjölskyldu sinni.

Útför

5. apríl 2023 - kl. 13:00

Útför hennar fer fram í Grafarvogskirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið.

Aðstandendur

Eiginmaður: Gissur Ísleifsson Börn og tengdabörn: Ísleifur Gissurarson & Erna Karen Kristjánsdóttir; Kolbrún Gissurardóttir; Hrafnkell Ingi Gissurarson og Védís Gissurardóttir Bróðir og maki: Guðmundur Vignir Ingvarsson & Winut Somri Barnabörn: Gissur Máni Ísleifsson, Kara Sól Ísleifsdóttir og Ása Kristún Ísleifsdóttir.

Þakkir

Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljóssins og Krabbameinsdeildar Landspítalans.

Ljósið
Kæra Linda

Full af sorg kveð ég elsku Lindu mína allt of fljótt, eina af mínum bestu vinkonum sem var alltaf til staðar ef á þurfti að halda fyrir mig og mína. Ef halda átti veislu var Linda mætt til að fara yfir og laga það sem þurfti enda fagmaður fram í fingurgóma.

Bæta við leslista