no image

Fylgja minningarsíðu

Bjarghildur Vaka Einarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

16. janúar 1998 - 27. júní 2020

Útför

Útför hefur farið fram.

Systir

Grein sem birtist í minningargrein Morgunblaðsins

no image

Bæta við leslista

Hinsta kveðja

Þú komst í heiminn samferða bróður þínum. Lífið faðmaði ykkur og bauð velkomin. Við tóku falleg æskuár og margs góðs er að minnast. Ég man litla rauðhærða snót í sveitinni hjá ömmu sinni og afa; vaða í læknum, hlaupa berfætta út á túni, fara í hestaferðir um fjöll og firnindi þar sem sagðar voru sögur, sungið og hlegið. Þá var gott að vera til. Svo urðu kaflaskil. Þú varðst útundan, utanvelta og einelt. Varðst fyrir meinsemd sem nærist í einföldu samfélagi manna. Eftir sast þú með opið sár og brosið þitt bjarta dofnaði. Mömmukoss dugði ei til og verndarvængur bróður þíns var fjöðrum sínum reittur.

Bæta við leslista