no image

Fylgja minningarsíðu

Berglind Valsdóttir

Fylgja minningarsíðu

21. mars 1969 - 8. maí 2022

Andlátstilkynning

Berglind Valsdóttir, móðir, systir og vinkona lést á Landspítalanum eftir baráttu við krabbamein þann 8.maí

Útför

24. maí 2022 - kl. 13:00

Útför fer fram Þriðjudaginn 24.maí kl: 13:00 í kapellu Fossvogskirkju.

Aðstandendur

Alexander Garðar Axelsson, Margrét Svava Jørgensdóttir, Ragnar Gunnlaugsson, Hulda Bjarkar.

Hinsta kveðja frá vinkonu.

Ég man það alltaf svo vel þegar að Berglind flutti í götuna mína í húsið ská á móti mér þegar að við vorum krakkar. Það varð fljótlega mikill vinskapur á milli okkar, þar sem að við vorum í sama skóla þá vorum við oft samferða í skólann og fékk Ragnar bróðir hennar sem var yngri en við að fljóta með. Berglind var mjög sterk og sjálfstæð stelpa sem var dugleg að passa bróðir sinn, má segja að Ragnar hafi alltaf verið hafður með í einu og öllu svo mikið var henni alltaf um hugsað um hann. Mikið var brallað og hittumst við krakkarnir í útileikjum alla daga og flest kvöld. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Berglindi og þurfti hún að standa á eiginfótum alltof snemma. Þegar við jafnaldrar hennar bjuggum áhyggjulaus í foreldrahúsum og vorum í skóla, fór Berglind að leigja herbergi út í bæ aðeins 15 ára gömul og vinna á Tommahamborgurum í Lækjartorg í Reykjavík. Ekki munaði hana um að taka strætó í öllum veðrum í vinnuna frá Hafnarfirði, við vorum mikið að flækjast saman á þessum árum og var það ósjaldan sem að mér var boðið á Tomma. Strætóferðunum minnkuðu til muna þegar að ég tók bílpróf árið 1988 og keypti mér Fiat pöndu kasólétt,það var rúntað út um allar trissur með kassettutækið í botni og hlustað á Wham og Duran Duran og sungið með eins og við ættum lífið að leysa. Ekki má gleyma öllum bílferðunum í Hollywood um helgar þar sem að við vorum mættar fyrstar, Berglind eins og fegurðardrottning og ég kassólétt með slaufu í hárinu, múnderingin var stórkostleg á þessum tíma. Við brölluðum margt og mikið á þessum árum og lífið var svo skemmtilegt hjá okkur báðum. Berglind var alltaf svo glæsileg að hún bar af hvert sem að hún fór. Þegar að við urðum fullorðnar fórum við að gera aðra hluti, en við fréttum alltaf af hvorri annari og svo kom Facebook til sögunnar.  Megi falleg minning um glæsilega og góða konu lifa af eilífu. Ég votta Alexander og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Lucinda Svava Friðbjörnsdóttir

Bæta við leslista