no image

Fylgja minningarsíðu

Bárður Kjartan Vigfússon

Fylgja minningarsíðu

10. apríl 1927 - 14. mars 2022

Andlátstilkynning

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Bárður Kjartan Vigfússon, lést mánudaginn 14. mars. Útför hans fór fram í Selfosskirkju föstudaginn 25. árs.

Útför

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Brynja Ágústsdóttir, Gestur R. Bárðarson, Erna S. Guðmundsdóttir, Kristinn M. Bárðarson, Gerða Arnardóttir.

Elsku afi.

Það er margt sem mér kemur í hug þegar ég hugsa til afa míns. Bárður var einstaklega góður afi, það var öruggt ef manni vantaði far til eða frá tannlækni eða ef óvænt þurfti til Reykjavíkur þá var afi sko tilbúinn að veita sína aðstoð. Honum var mjög annt um það að okkur sem stóðum honum næst liði vel. Ég man hvað hann lagði mikla áherslu á það við mig í seinni tíð að ég þyrfti að huga vel að heilsunni, ég mátti alls ekki vinna of mikið og þyrfti að hvíla mig vel. Þetta sagði hann trekk í trekk eftir að hann frétti að ég væri farin að vinna vaktarvinnu. Ég hugsa að hann hafi þarna verið að tala af sinni reynslu enda var hann afi minn afar duglegur og afkastamikill í starfi. 

Bæta við leslista

Bárður Kjartan Vigfússon – Minningargrein

Í dag er borinn til grafar faðir minn Bárður Kjartan Vigfússon, eða Daddi eins og móðir mín kallaði hann altaf, en hún lést fyrir tæpum fjórum árum.

Bæta við leslista

Afi Daddi

Það er sárt að kveðja afa Dadda en eftir lifa minningarnar. Á sumrin vildi maður hvergi annars staðar vera en á Selfossi, hjá ömmu Rúnu og afa Dadda, ástríkara fólk var vart að finna. Sama hvenær dags okkur bar að garði þá fylltist litla eldhúsborðið á Sólvöllum samstundis af kræsingum, það þýddi lítið að biðja þau um að draga úr ómakinu og alltaf sat afi Daddi á sínum stað og spurði frétta. Ef sá gállinn var á honum komu eftirhermurnar á færibandi. Það skipti litlu máli hvort maður þekkti til fyrirmyndanna því hláturinn og gleðin var svo smitandi. Það mátti læra margt af afa og taka sér til fyrirmyndar. Vinnuþrekið og atorkan var engu lík og fram eftir aldri, þegar hægði á flestum jafnöldrum hans, var hann eftir sem áður einhvers staðar að hamast, úti í garði, uppi á þaki eða í bílskúrnum. Afi var ljúfur maður, og væntumþykjan fór ekki á milli mála en ef hann sá til manns fara sér mögulega að voða hikaði hann ekki við að láta mann heyra það. Sömuleiðis ef gerðar voru tilraunir til að leysa verk eftir einhverri annarri forskrift en hvíldi í hans eigin kolli. 

Bæta við leslista

Minningargrein um Bárð Vigfússon

Fallinn er nú frá aldurhniginn vinur minn Bárður Vigfússon. Margs er að minnast frá um sextíu ára samskiptum okkar. Á engan tel ég hallað þó að ég segi að engan var betra að biðja um greiða en Bárð. Það lá við að mér fyndist stundum að ég væri að gera honum greiða með því að biðja hann um að aðstoða mig. Sama hvort um var að ræða bílaviðgerðir, steypuvinnu við húsbyggingu mína eða að skutla gleymdu vegabréfi frá Selfossi til Reykjavíkur um miðja nótt. Ég segi því eins og sagt hefur verið: vinur í raun er sá sem þú getur hringt í klukkan fjögur að nóttu.

Bæta við leslista